We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

ÍSLANDSBIKARINN - GRÆNLAND - GUTTORMUR

Á Miðvikudaginn 28 Desember mætast Guttormur og Grænland í síðasta alvöruleiknum á árinu. Sjálfum úrslitaleiknum um Íslandsbikarinn.
Við buðum stjórum liðanna, þá Einlari og Gun2211 í hátíðarkaffi til okkar og fórum yfir gang mála.


Hvernig er tilfinningin fyrir leiknum, einhver titringur í mönnum?
Gun2211
- Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Veit að við erum „litla liðið” í þessum leik og bónus ef við vinnum hann.
Einlar- Hún er góð, þetta verður samt mjög jafn leikur.

Eru leikmenn í formi og tilbúnir í bikarúrslitin?
Gun2211
- Get nú ekki sagt að menn séu í formi, gömlu karlarnir mínir eru of glaðir á flöskuna og eini senterinn minn er meiddur í 3 vikur.
Einlar- Sterkur sóknarbakvörður með gríðarlega góða aukaspyrnutækni er meiddur, sumir kalla hann hvíta Roberto Carlos enda eru hæfileikarnir nánast þeir sömu.

Hvað eru þið að þjálfa þessa stundina?
Gun2211
- Ég er að þjálfa kannt núna og leiktækni inn á milli.
Einlar- Bland í poka. Er að skipta yfir í playmaking og passing, en hef verið að þjálfa scoring og passing á meðan ég er í bikarnum.

Hvað haldið þið að andstæðingurinn geri?
Gun2211
- Pass! Pæli yfirleitt bara í mínu liði.
Einlar- Hann leggur allt í þetta eins og síðast.

Hefur leiðin að úrslitaleiknum haft áhrif á deildina?
Gun2211
- Já ég hef PIC-að alla útileikina mína og þar með ekki tekið mörg stig þar.
Einlar- Nei, ekki nema kannski með markahlufallið. Þar sem ég hef verið að dreifa sóknarmönnunum.

Hver var erfiðasti andstæðingurinn á leiðinni að úrslitunum?
Gun2211
- Klárlega Gazpaco Reykjavík.
Einlar- Erfiðasti mótherjinn voru Alaborg menn undir stjórn Bengers. Var í markmannsveseni en það rétt hafðist í framlengingu.
}Leikurinn við Gazpaco Reykjavík(362647361)
}Leikurinn við FC Alaborg(362246015)

Hvern teljið þið skæðastan í liði andstæðingsins?
Gun2211
- Einlar er með svakalegt lið, svo allt liðið.
Einlar - Henning Goðason (282450245) lék undir minni stjórn í U20 og var besti maður liðsins, og vill eflaust sýna sitt besta gegn mínu liði.

Einhvern tíman vorum við að tala um söguna á bak við nöfnin á liðunum okkar. Hver er sagan á bakvið ykkar?
Gun2211
- Það er svo langt síðan ég byrjaði í þessu leik að ég man ekki hvort það var einhver ástæða, fannst það bara cool.
Einlar- Ég var einu sinni í utandeildarliði í sunnlensku deildinni sem hét þessu nafni.
}(http://sunnlenskadeild.blogcentral.is/)

Bottliðið KF Rottendon eina liðið á Íslandi sem hefur unnið bikarinn þrisvar sinnum, þó ekki sem bott. Á að leggja metnað í að vinna Íslandsbikarinn oftar?
Gun2211
- Það held ég ekki. Það er kominn tími á að fara að endurskipuleggja liðið.
Einlar- Já ég stefni á það þó það verði erfitt.

Munu einhverjir spila úrslitaleikinn á Miðvikudaginn sem spiluðu úrslitaleikinn í Febrúar 2010?
Gun2211
- Já Gestur, Ernir og Ragnar.
Einlar- Já það mun einn leikmaður spila þennan leik, hann Símon Sigurgíslason.
}Gestur(176709673)
}Ernir(11469797)
}Ragnar(159547792)
}Símon(159128862)

Gun2211, nú ertu búinn að spila Hattrick síðan 2004. Hvernig heldurðu áhuganum við?
Veit það ekki, mér finnst þetta bara alltaf jafn skemmtilegt og svo tók ég líka við U-20 liðinu sem kom niður á mínu liði, þar sem ég gleymdi stundum að setja inn skiptingar og lét menn spila vitlausar stöður. Og svo hef ég líka safnað flöggum.

(Gun2211)
Þið hafið yfirhöndina í viðureignum liðanna. Hafið unnið tveimur leikjum fleiri en Guttormur. Unnið sex sinnum, Guttormur fjórum sinnum og fjórum sinnum hafa leikar endað jafnir. Ein af þessum viðureignum var bikarúrslitaleikur 28 tímabilsins sem spilaður í Ferúar 2010. Þar vann Guttormur leikinn með tveimur mörkum gegn engu.
Minnast menn enn leiksins?
Já klárlega man ég eftir þeim leik og það var svekkjandi að tapa leiknum en betra liðið vann klárlega.
Náið þið fram hefndum eða er þetta alveg dauðadæmt? Ég tel mig hafa náð fram hefndum á tímabili 31 þegar við spiluðum hreinan úrslitaleik um titilinn á hans heimavelli og þeim nægði jafntefli.
Leikurinn(312180046)
Verður splæst í stórt “G” á grænlandið eftir leikinn?
Nei, þetta er búið að vera svona allan tímann og hluti af liðinu.

(Einlar)
Þið sóttuð Grænland heim fyrr á þessu tímabili í deildinni og þessi æsispennandi viðureign endaði í sjö marka leik og eitt stórt rautt spjald setti sitt mark á leikinn.
Andri Denningsson, varnarmaður Guttorms var rekinn af velli eftir hálftíma leik með sitt annað gula spjald. En þá var Guttormur með þægilega stöðu, 1-3. Eftir brottreksturinn komust heimamenn á lagið og unnu naumlega þó, 4-3.
Var það ekki óheiðarleiki Andra sem kom Guttormi í koll?

Það var eitthvað skrítið við dómsgæsluna í þessum leik, þetta verðskuldaði hvorugt spjald. Grunar að úrslitunum hafi verið hagrætt, enda var mitt lið að valta yfir þá þangað til dómarinn tók leikinn í sínar hendur á 28. mínútu.
Ertu búinn að leggja Andra línurnar eða læturðu hann ekki spila?
Andri mun spila og býst ekki við sama dómaraskandali aftur, þó maður viti aldrei.
}Andri(197803997)
}Leikurinn(359158573)

Einhver skilaboð til stuðningsmanna?
Gun2211
-Bara góða skemmtun!
Einlar- Skál!



Munið svo að fylgjast með leiknum sem verður í beinni útsendingu á Miðvikudaginn 28. Desember klukkan 19:45 og hafið í huga að öllum leikjum á Englandi verður flýtt vegna úrslitaleiksins um Íslandsbikarinn.
Látið sjá ykkur á vellinum eða sitjið heima við tölvuna en munið að hvetja ykkar menn.
Eigið ánægjuleg áramót og hagið ykkur.
}Úrslitaleikurinn um Íslandsbikarinn(362845525)

2011-12-25 23:24:21, 3574 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=14528]

 
Server 071