We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

2. KAFLI - GALAKVÖLD - 15 ÁRA AFMÆLI HATTRICK

Við erum stödd á afmælishátíð Hattrick. Hér er allt fína fólkið komið saman, eða þetta eru kannski bara meðaljónar í kjólfötum sem líta vel út.
Í kafla eitt hitti ég á Einlar og einn leikmanna hans, hann Jóhannes. Það fór ákaflega vel á með okkur þar til Jóhannesi óx skap í garð Einlars. Ég man ekki hvað Einlar gerði honum. Alla vega er ég saklaus og sá þann kost vænlegastan að hverfa og settist því við barinn og fékk mér drykk.

“Ert þú ekki hann Himmi?” spurði sessunauturinn við hlið mér. Hann var nauðasköllóttur og hélt á viskíglasi. Það vantaði ekkert nema sleikjóinn. ”Jú, ég er hann. Og þú ert hann Valdidan.” Við heilsuðumst með handabandi og skáluðum.
Valdidan er stjóri FC ValdiD sem vann hina illvígu IV.6 deild. Deild hinna dæmdu, deild hinna gömlu eða hvað sem hún er nú kölluð. Deildin er fullmönnuð mennskum stjórum sem allir hafa áhuga á að verða Íslandsmeistarar einhverntíma á ferlinum. Þeir þurfa bara að komast upp úr henni fyrst.
Þar sem ég hafði engan annan til að tala við, vék ég mér að honum “Jæja. Væntanlega svekkjandi úrslitin í umspilsleiknum? Enn eitt tímabilið í gryfjunni?”
Valdidan strauk sér um skallann áður en hann svaraði. “Úrslitin voru svekkjandi já, það sem betur mátti fara er einfaldlega sterkara lið og kannski að eiga eitthvað mots inni. Var algjörlega búinn með það enda er ég í sterkri deild.
“Sælir strákar.” Til okkar var kominn S1gur, stjóri Sigurs! VE 401 í þjáningabróðir Valdadans í IV.6. Nú gat ég aldeilis slegið 2 flugur í einu höggi.
“Blessaður! Long time no sea! Þú ert ennþá á sjónum.”
“Jújú. Laun stjórans í fjórðu deildinni eru ekki mikil...” svaraði hann og ég fékk á tilfinninguna að hann ætlaði að koma með einhverja spekingslangloku svo ég tók strax af honum orðið “já, ég fann nefnilega lyktina. Ég átti nú von á meiru frá þér fyrir tímabilið. Bjóst eiginlega við að þið rúlluðuð upp deildinni en svo bara endið tímabilið í algjöru floppi með brúnt í buxunum eða varstu kannski með sjóriðu þegar þú stilltir upp í síðustu umferðunum?”
Hann var tilbúinn með svar, sennilega er hann búinn afsaka sig gengi félagsins í allt kvöld. “Himmi, ég er bara drullufúll með endirinn á þessu tímabili, er í bílstjórasætinu þegar fjórar umferðir eru eftir, með liðsandann í toppi. Svo kaupi ég mér eitt stykki rosalegan leikmann sem ég hélt að myndi endanlega tryggja stöðu mína en það er bara eins og skútan færi á hliðina, er niðurlægður af Valda og Stiff og tapa einnig gegn WestB.
“Skútan?! Áttu ekki við fiskibátinn?” sagði Valdidan við veltumst í stólunum af hlátri. Valdidan átti erfitt með að hætta að hlæja þó S1gur lyti illilega á hann en Valdidan hafði engu að síður unnið fyrir glottinu. Ég ákvað því að bjarga S1gur og hughreysta hann. ”Heldurðu að þú þurfir þá ekki að styrkja liðið fyrir komandi tíð?”
S1gur ræksti sig og reyndi að láta Valdidan ekki trufla sig. “Þarf bara svolítið að leggjast yfir næstu skref, er kominn held ég bara á endastöð með sóknarmennina mína í bili, má ekki við því að þjálfa meira sókn þar sem launakostnaðurinn fer úr böndunum og þarf að fara að gera þá fjölhæfari, svo það er spurning um þjálfun í sendingum, kant eða leiktækni. En hvað sem ég geri þarf ég að kaupa mér tvo til fimm unga gæja til að þjálfa.” Ég apaði eftir honum; “tvo til fimm?! Af hverju ekki bara tíu til tuttugu? Mundu alla vega að hafa þá íslenska.” Ég kærði mig ekki um svar við þessum athugasemdum enda kjánalegar af minni hálfu svo ég snéri mér aftur að Valdadan.
”Hvernig heldurðu að næstu tímabil verði í deildinni? Deildin fer nú að verða ansi sterk.”
“Liðið verður breytt fyrir næstu leiktíð og aðrar áherslur.” svo glotti hann aftur og gjóaði augunum á S1gur. Svo lyfti glasinu sínu og bætti við “segi ekki meir.”
Nú varð ég forvitinn “Hvaða feimni er þetta? Einlar opinberaði hernaðarleyndarmál Guttorms hér áðan en þú þorir ekki að segja frá þínu.” Valdidan hafði vit á því að þegja og dreypti á viskíinu sínu til að sýna mér að það þýddi ekkert að reyna þetta en svo bætti hann við “Deildin fer að verða ansi sterk og hún er orðin það nú þegar, ég held að hún eigi eftir að verða jafnari en síðustu leiktíðir, enda eru "nýliðarnir" búnir að vera frábærir og ég held að enginn leikur sé öruggur á næsta tímabili.
”Tímabilið var lengi vel keppni á milli fjögurra liða. Heldurðu að fimmta liðið fari að bæta sér í hópinn?”
“Það hafa verið jú fjögur til fimm lið sem eru í mikilli baráttu og ég held að það verði þannig áfram núna. Þrjú neðstu liðin á síðustu leiktíð komu samt sterk inn núna og verða enn sterkari á þar næstu leiktíð.”
Glasið mitt var farið að tæmast og ég geyspaði framan í strákana. Svo pantaði ég mér hinn bitur sæta svarta rússa.
”S1gur, hvernig gengur að stunda sjóinn og stjórna heilu fótboltaliði í leiðinni?”
Þetta er í þriðja skiptið sem ég byrja með Hattrick lið en þetta lið er orðið það langlífasta þökk sé því að það er loksins komin nettenging í togarana. Tíminn er nú samt oft af skornum skammti þannig að ég reyni að setja upp liðið fyrir næstu umferð strax að leik loknum. Þetta er svo bara svona mix and match dæmi hjá mér að reyna að finna tíma í þetta en hef því miður ekki getað sinnt unglingaliðinu núna í lengri tíma en einhvernveginn lætur maður þetta virka.
“Þriðja liðið?! Var erfitt að stilla upp í gegnum talstöðina?” sagði ég og hló. Ég hugsaði með mér að þetta væri orðið ágætt. Ég var búinn að fá glasið mitt og það var kominn tími á að losa sig við þessa eylífðarstjóra fjórðu deildarinnar svo ég varpaði smá orðinu aftur á Valdadan.
”Heldurðu að þið getið unnið deildina aftur? Ég held að þið eigið ekki séns. Ég ætla að spá ykkur þriðja sæti, jafnvel fjórða”
Valdidan starði á mig. Glottið var horfið og hann virtist bæði hissa og fúll á svipinn í senn en mér þótti það bara fyndið.
“Ég stefni á sigur aftur í deildinni” sagði hann hátt og ákveðið og skellti glasinu á borðið svona til að leggja áherslu á mál sitt. Barþjónninn leit strax á hann, fyllti glasið hans og setti glasamottu undir það.
Valdidan hélt þó sömu áherslu í svari sínu “Þó það sé kannski full mikil bjartsýni, þá mun ég breyta og bæta liðið mitt og vona að það dugi til sigurs í þessari mögnuðu deild sem ég er í.” og í því stukku tvær glæsilegar stelpur, gullfallegar, báðar í hæfilega síðum kjólum og báðar jafn ljóshærðar og alveg eins farðaðar.
“Hey vá! Eruð þið tvíburar?” spurði ég þær. “Strákar, geisurnar ykkar eru mættar” Svo þambaði drykkinn í löngum teig. Mér varð illt. Ef ég þarf að kasta upp, þá geri ég það ekki fyrir framan þá. “Þú átt nú bara heima í neðstu deildinni, þið báðir! Bless!” Svo strunsaði ég út í sal. Skrítið hvað það svífur á mann eftir svona fáa. Ég reif kampavínsglasið úr hendi Truckersins og reyndi að tæma það en það gusaðist allt á bindið sem móttökustjórinn gaf mér. Það var kannski ágætt því annars hefði skyrtan mín blotnað meira.

Þar sem ég æddi á milli fólks, heyrði ég í fjarska kunnuglegar raddir, þeir voru þá ennþá að. “Ég er herra Guttormur!” Þetta var Jóhannes. Ekki var það ég sem kom þessu af stað. Sjóher veislustjóri var mættur ásamt móttökustjóranum og dyravörðum til þess að skakka leikinn og nú upphófst mikill skarkali og háreysti. Richard Cheese komst líka í stuð og spilaði lag við hæfi og hljómsveitin með:
Insane in the brain!
Insane in the membrane
Jóhannes, got no brain!


---
HEIMILDASKRÁ
IV.6 - (18505)
ValdiD - (151291)
Sigur! VE 401 - (151515)
Cypress Hill - myndband - (http://vimeo.com/38414637)
Insane in the brain texti (http://www.lyricsfreak.com/c/cypress+hill/insane+in+the+brain_20035295.html)
Richard Cheese - Insane in the Brain - myndband (http://vimeo.com/15094115)

2012-10-18 02:26:59, 4086 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=16183]

 
Server 070