We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

3 KAFLI - GALAKVÖLD - 15 ÁRA AFMÆLI HATTRICK

Það var búið að koma frið og spekt á salinn og Richard Cheese hafði verið beðinn um að gera ekki grín af fólki. Einlar og Jóhannes voru farnir og teitið orðið eins og galakvöld á að vera, fyrir utan það að ég var ekki í kjólfötum.
Bourdain - Bulletz FC - 2. sæti í Úrvaldsdeild
Ég hafði skilið við þá S1gur og Valdadan og geysurnar þeirra í sárum og þar sem ég fylgdist með þeim úr hæfilegri fjarlægð, virtust stelpurnar sárþjáðar af orðum mínum. Ég ákvað því að koma mér í hæfilega fjarlægð frá þeim.
Ég kom auga á mann sem stóð einn með konu sinni og skimaði í kringum sig með hendur í vösum. Hann var með grátt hár í vöngunum og var vel greiddur en hann virtist ögn ráðviltur, eins og hann vissi ekki við hvern hann vildi tala. Spússa hans tók sig einstaklega vel út við hliðina á honum, dökkhærð, klædd í fagurbláan kvöldkjól með áberandi perlufesti um hálsinn. Hann hefur fengið vel greitt fyrir annað sætið. Hún brosti fallega til allra sem gáfu henni auga þó það var sem enginn vildi heilsa upp á þau. Þetta voru herra og frú Bourdain.

Ég leit snöggvast til baka á þá félaga í IV.6. Geisurnar þeirra voru ekki í jafn miklu stuði og áður og Valdidan og S1gur virtust vera að útskýra eitthvað fyrir þeim. Sennilega voru þeir að hugga þær vegna mín en mér var nokkuð nett sama.
Ég leit aftur á Bourdain hjónin og tók skrefið í átt að þeim eins og hvítur ryddari sem reddar góða skapinu og dreypti aðeins á kampavíninu. Það var orðið volgt og ég orðinn klístraður á fingrunum. Þau sáu að ég gekk í áttina til þeirra og brúnin á Bourdain parinu lyftist aðeins og herra Bourdain hvíslaði nokkrum orðum að frúnni, svona eins og hann væri að segja henni hver ég væri. Svona er nú að vera þektur. Ég tók í höndina á frú Bourdain og sagði um leið: “Bourdain, er það ekki franskt möstard?” og svo hló ég eins kurteysislega og ég gat og tók svo strax í hendina á herra Bourdain. Hann svaraði þessu í hálfu hljóði, að langa afi hans hefði verið franskur sjómaður og hefði dvalið á austurlandi, margar vertíðir. “Franskur sjómaður! Þú ert nú samt ekki í gúmmístígvélum!” sagði ég hátt og snjallt og hló dátt. “Áttu þá ekki skildmenni í hverjum bæ?”
Fólk var farið að snúa sér við. Ég hafði þá náð að draga að þeim athyglina sem þau þráðu.
Ég tók eftir að frúin brosti ekki eins blíðlega eins og áður, og hún nuddaði saman fingrunum. Ég hafði greinilega smitað hana af vínsklístrinu en varla gat ég tekið einhvern krók á leið minni til þeirra bara til þess að þrífa á mér puttana.
Ég gerði mér grein fyrir því að ég var ekki að afla mér þeirra vinsælda sem ég ætlaði mér og ákvað að venda kút í kross, hvernig sem það er gert.
”Herra Bourdain. Þú ert búinn að vera stjóri Bulletz FC síðan umm... sjúbbídú og ert fyrst núna að koma liðinu í Úrvalsdeildina.” Ég hefði getað orðað setninguna öðruvísi en maður tekur víst ekki backspace takkann með sér í svona teiti.
Augnráð herra Bourdains var stöðugt. Hann var heldur ekkert ánægður á svipinn. Mér fannst eins og bindi móttökustjórans væri að herðast að mér.
“Til hamingju með að hafa loksins komist í Úrvalsdeildina og að hafa náð svona flottum árangri fyrsta tímabilið” sagði ég og hneigði mig smá. “Verða Bulletz helsta ógn Guttorms á næsta tímabili eða floppar...

“Takk”. Herra Bourdain hafði tekið af mér orðið. Það kom mér í opna skjöldu en mér var engu að síður létt. “Það var mjög óvænt að hafa náð öðru sætinu” sagði hann og lyfti höfðinu aðeins áður en hann þagði skamma stund. “Ég býst þó við að vera í botnbaráttunni á komandi tímabili. Margir byrjunarliðsmenn eru komnir á aldur og það mun taka sinn tíma að aðlaga yngri leikmenn að byrjunarliðinu”.
”En hvað þyrftuð þið annars til að ógna Guttormi á næsta tímabili?”
“Við þyrftum kraftaverk!” sagði hann kvellt. Mér leið eins og ég hefði ekki verið að hlusta á hann því ég fattaði náttúrulega að hann stefndi ekki á að verða meðal þeirra efstu svo þessi spurning mín átti heima einhversstaðar annarsstaðar. Þess vegna varð ég að snúa þessu við.
“Kraftaverk?! Trúirðu á kraftaverk? En hvað með að kaupa menn...” Ég hætti við og spurði hann út í Íslandsbikarinn.[/b] Hann hélt höndunum stífum í vösunum. Sennilega var hann að hamast við að þrífa klístrið af fingrunum í vasann. “Ég ætla að leyfa yngri leikmönnunum að spreyta sig í þessari keppni og mun ekki gera miklar væntingar til þeirra.” Ég stakk þessari orðabunu upp í hann og sagði; “En er það ekki bara eitthvað sem Arsene Wenger gerir?”
Herra Bourdain horfði á mig, þungur á brún og honum vafðist greinilega tunga um tönn á meðan reiðin ólgaði í honum.
”Þetta verður stutt stopp hjá mér í kvöld.” Sagði ég hratt. “Gangi ykkur vel í Úrvalsdeildinni og vona að þú náir að búa til fótboltalið úr strákunum. svo tók ég í hendina á frú Bourdain.
Ég gekk beina leið frá þeim og fann hvernig þau og fólkið sem hafði fylgst með samtalinu horfðu á eftir mér. “Franskt sinnep og Gúmmístígvél!” Mér hitnaði í andlitinu og á enni mér myndaðist sviti. Því var þjóðráð að taka hálfleik á klóinu.

Þegar kaflinn fór í loftið, þann 30. desember 2012 eru Bulletz Fc á svipuðum slóðum og á síðasta tímabili og eru þeir að berjast um 2 sætið en eiga sjálfan Guttorm í lokaumferðinni. Annað tímabilið í ár hafa væntingar Bourdains verið framar vonum, nema það séu bara svona lélegir andstæðingar í Úrvalsdeildinni.

HEIMILDASKRÁ
Herra Bourdain og Bulletz FC (3837772)
Arsene Wenger (http://www.crazyfooty.com/wp-content/uploads/2012/01/wenger-guitarepa4d.gif)

2012-12-30 14:38:00, 4107 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=16472]

 
Server 071