Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Þjálfarinn 

Þjálfarinn

Þjálfarinn er mjög mikilvægur og ber ábyrgð á æfingum og hvetur leikmennina þína áfram.

Hæfileikar þjálfarans

Hæfni: Hæfur þjálfari kann réttar aðferðir við að þjálfa upp leikmenn. Því hæfileikaríkari sem hann er, því árangursríkari verður þjálfunin. Þjálfari getur aldrei orðið betri en frábær (5) í hæfni. Öll ný lið fá sæmilegan (3) þjálfara til að byrja með.

Leiðtogahæfileikar: Fyrir utan það að skipuleggja æfingar, þá veitir þjálfarinn þinn leikmönnum þínum innblástur. Liðsandinn þinn verður betri ef hann er með góða leiðtogahæfileika.

Taktík: Þjálfarinn getur verið sóknarsinnaður, varnarsinnaður eða hlutlaus þjálfari. Þetta hefur einungis áhrif á leikmennina þína þegar þeir spila leik. Sóknarsinnaður þjálfari bætir sóknina á kostnað varnarinnar, og varnarsinnaður þjálfari bætir vörnina á kostnað sóknarinnar. Varnarsinnaður þjálfari eykur getu varnar aðeins meira, en sóknarsinnaði eykur getu sókninnar, en tapið er það sama hjá báðum. Hlutlaus þjálfari er hvorki sóknar- né varnarsinnaður, sem þýðir að hann hefur hvorki neikvæð né jákvæð áhrif á liðið.

Hæfni versnar

Eftir að þjálfarinn þinn er búinn að vera hjá liðinu þínu í eina leiktíð, byrja leiðtogahæfileikar hans að versna hægt og rólega. Þegar leiðtogahæfileiki þjálfarans er orðinn skelfilegur, þá fer þjálfunarhæfni hans að versna í staðinn.

Að skipta um þjálfara

Ef þú ert ekki ánægður með þjálfarann þinn getur þú ráðið nýjan eða skipað einn af leikmönnunum þínum sem þjálfara. Leikmaður þarf að hafa verið hjá félaginu í 16 vikur hið minnsta. Hægt er að breyta um þjálfara frá "Starfsfólk" undir "Liðið mitt".

Mundu, að allir nýir þjálfarar eru jafnir á vissu hæfnistigi. Ef þú ræður þjálfara sem er t.d sæmilegur í hæfni (3), mun hann alltaf vera meðal-sæmilegur (3). Frábær (5) þjálfari er aftur á móti aðeins hálfu stigi betri en sterkur (4) þjálfari.

Þegar þú ræður nýjan þjálfara verður gamli þjálfarinn þinn áfram í liðinu sem leikmaður, en hann getur ekki orðið þjálfari aftur né er hægt að selja hann. Ef þú vilt ekki hafa hann áfram í liðinu þá þarftu að reka hann.

Ráða utanaðkomandi þjálfara

Þegar þú ræður nýjan þjálfara þá þarftu fyrst að ákveða hvers sinnaður hann á að vera, og síðan ákveður þú hversu góðan þú vilt hafa hann. Hver samsetning af leiðtogahæfileikum og þjálfarakunnáttu hefur fast verð, því betri þjálfari, því dýrari.

Leiðtogahæfileikar
Geta lélegur (3) slakur (4) ófullnægjandi (5) sæmilegur (6) sterkur (7)
Geta: 1 - slakur (4)
10 000 US$ 10 000 US$ 10 000 US$ 10 000 US$ 10 000 US$
Geta: 2 - ófullnægjandi (5)
10 000 US$ 22 800 US$ 41 200 US$ 65 100 US$ 94 600 US$
Geta: 3 - sæmilegur (6)
79 600 US$ 182 800 US$ 329 700 US$ 521 000 US$ 757 100 US$
Geta: 4 - sterkur (7)
268 700 US$ 617 100 US$ 1 112 900 US$ 1 758 500 US$ 2 555 500 US$
Geta: 5 - frábær (8)
4 000 000 US$ 4 388 400 US$ 7 914 600 US$ 12 505 200 US$ 18 172 500 US$

Breyta leikmanni í þjálfara

Þegar þú breytir leikmanni í þjálfara þá heldur hann leiðtogahæfileikum sínum. Reynslan hans ákveður hversu góð þjálfarakunnátta hans getur orðið, og einnig hversu mikið hvert kunnáttustig kostar. Ef þú ert með leikmann með mikla reynslu og mikla leiðtogahæfileika, getur hann orðið gríðarlega öflugur þjálfari. Leikmaðurinn getur samt ekki orðið betri en reynsla hans segir til og hann verður að hafa verið hjá liðinu í heila leiktíð (16 vikur) áður en þú getur breytt honum í þjálfara.

 
Server 071