Hjálp »   Handbók »   Fjárhagur 

Fjárhagur

Sem framkvæmdarstjóri liðsins ert þú einnig ábyrgur fyrir fjármálum liðsins. Þú borgar reikningana og safnar tekjunum við hverja vikulega fjárhagsuppfærslu. Hér getur þú séð hvenær það gerist. Ef þú til dæmis kaupir leikmann fyrir 10 000 US$ er leikmaðurinn strax gjaldgengur í liðið þitt og tímabundin útgjöld hækka um 10 000 US$.

Tekjur og útgjöld

Á fjármálasíðunni þinni getur þú séð fjárhagsáætlun fyrir þessa vikuna og fjárhagsstöðu fyrir síðustu viku. Þetta er það sem þessar færslur þýða:

Tekjur

Áhorfendur: Tekjur frá heimaleikjum og bikar/vináttuleikjum. Sjá kafla 10 um leikvanginn til að fá nánari útlistun.

Styrktaraðilar: í hverri viku færð þú peningaupphæð frá þínum styrktaraðilum. Sjá kafla 9 um áhangendur og styrktaraðila fyrir nánari upplýsingar.

Leikmenn seldir: Þegar þú selur leikmann, birtist upphæðin hér. Sjá kaflann um kaup & sölur fyrir nánari upplýsingar.

Þóknun: Ef þú færð einhvern pening fyrir seldann leikmann sem var áður í þínu liði eða uppeldisfélagsgjöld, kemur sú upphæð fram hér. Sjá kaflan um kaup & sölur fyrir nánari upplýsingar.

Annað: Öllum öðrum tekjum er safnað saman hér, eins og félagsgjöld frá áhangendum, verðlaunafé o.þ.h.

Útgjöld

Laun: í hverri viku borgar þú leikmönnum þínum laun. Fyrir hvern leikmann borgar þú 250 US$ plús ákveðna upphæð sem miðast við aldur og hæfni. Þú borgar 20% aukalega fyrir leikmenn sem spila á erlendri grund.

Leikvangur: Vikulegur kostnaður við rekstur og viðhald. Sjá kafla 10 um leikvanginn fyrir frekari upplýsingar.

Framkvæmdir á leikvangi: Kostnaður við byggingarframkvæmdir eða niðurrif ef þú gerir upp leikvanginn þinn.

Starfsmenn: Hver starfsmaður kostar þig á milli 1 020 US$ og 33 840 US$ á viku miðað við hæfni hans (1 til 5) og samningslengd, 1 til 16 vikur.

Unglingastarfsemi: Vikulegur kostnaður fyrir unglingasetrið þitt eða vikulegur kostnaður fyrir skátanetið þitt.

Leikmenn keyptir: Kostnaðurinn fyrir leikmannakaup af sölulistanum birtast hér. Sjá kafla 17 um kaup & sölur fyrir nánari upplýsingar.

Annað: Öðrum útgjöldum er safnað saman hér, eins og kostnaður við að reka starfsmann og að taka unglingaleikmann upp í aðalliðið.

Vextir: Ef þú skuldar þarftu að borga vexti.

Peningar og varafé stjórnarinnar

Stjórnin takmarkar lausafé til stjórans til útgjalda, eins og launa, leikmannakaupa eða viðhalds á vellinum. Allar eigur utan rekstrarfés verða teknar til hliðar af stjórninni til að sjá til þess að jafnvægi haldist hjá klúbbnum á næstu misserum. Ef þess þarf, losar stjórnin varafé inn á rekstrarreikninginn en að takmarkaðri upphæð þó.

Fjármálastjóri, sem hægt er að ráða, getur bæði aukið veltufé og endurgreiðslu.

Skuldir og gjaldþrot

Það er ekkert þér til fyrirstöðu að eyða peningum, jafnvel þótt að staðan þín sé á núllinu. Þú mátt koma þér í smá skuld með því til dæmis að ráða starfsmenn eða kaupa leikmenn. Þegar þú nærð [DEPT1] í mínus er hámarksskuldinni náð. Samt geturðu skuldað allt að 500 000 US$ hjá bankanum en vextirnir eru háir fyrir þessa heimild. Ef skuld félagsins fer í eða yfir 500 000 US$, færð þú gjaldþrotaviðvörun. Ef þú nærð ekki að rétta stöðu félagsins af og koma því upp fyrir 500 000 US$ innan tveggja vikna, neyðist þú til að yfirgefa deildakerfi Hattrick! Athugaðu að ef tilboð er í leikmenn félagsins sem nær upp í skuld þess eða það er nægur peningur í innkomu, fer klúbburinn ekki í gjaldþrot en borgar vexti af reikningi sínum.

 
Server 070