Hjálp »   Handbók »   Æfingaleikir 

Æfingaleikir

Til þess að allir leikmennirnir þínir fái þjálfun á réttum stöðum eru æfingaleikir alltaf til staðar ef þú ert ekki í bikarnum. Oftast er það notað til þess að leyfa varamönnunum að spila og fá þjálfun, en það getur verið góð leið til þess að prufa nýjar uppstillingar og skipanir. Eða jafnvel að skora á vin þinn eða vinkonu þína um hver er með sterkara lið.

Að finna sér æfingaleik

Auðveldasta leiðin til þess að finna æfingaleik er að setja liðið í leikjapottinn á áskorunarsíðunni. Velja þar hverskonar leik þú vilt fá og potturinn mun sjálfkrafa finna fyrir þig lið og bóka æfingaleikinn (svo framarlega sem þínar óskir passa við óskir þess liðs).

Svo framarlega sem þú ert ekki lengur í bikarnum og hefur ekki nú þegar bókað æfingaleik, getur þú skorað á hvaða andstæðing sem er, sem einnig eiga engan leik. Sum lið geta verið ófáanleg í vináttuleiki vegna þess að stjórinn vill það ekki eða vegna framkvæmdarstjóraleyfisins (Manager Licence).

Allar áskoranir þínar (þar með taldar lið sem hafa skorað á þig) má sjá undir “Áskoranir” á liðssíðunni þinni. Um leið og leikurinn hefur verið samþykktur, mun hann birtast í leikjatöflunni og þú getur valið uppstillinguna þaðan eins og venjulega.

Æfingaleikir á milli leiktíða

Í 15. og 16. viku er hægt að spila æfingaleik um helgar svo fremi sem þeir stangast ekki við á umspilsleiki.

Að skora á einhvern í æfingaleik á þessum tíma er dálítið öðruvísi. Við áskorun birtist fellistika þar sem þú velur helarleik eða leik um miðja viku.

Áskorunarglugginn fyrir helgarleiki, hvort þeir séu innanlands eða utan, er opinn frá klukkan 6:00HT á mánudegi til klukkan 23:59HT á föstudagskvöldi.

Tegundir æfingaleikja

Það eru tvær tegundir af æfingaleikjum. Þær eru með eða án bikarreglna. Með bikarreglum getur leikurinn farið í framlengingu eða jafnvel í vítaspyrnukeppni, ef ekki fást úrslit eftir venjulegan leiktíma.

Alþjóðlegir æfingaleikir

Þú getur valið að spila í öðru landi eða boðið liði frá öðru landi að spila á þínum heimavelli.. Ef þú ferðast til annars lands til að spila, spilar þú samkvæmt þeirra tíma. Til dæmis að ef þú ferð til Færeyja verður leikurinn spilaður á Færeyskum tíma sem er á miðvikudögum klukkan 16:45 HT tíma.

Hvert sem þú ferð mun lið þitt fara klukkan 18:00 (HT tími) á þriðjudegi og koma til baka klukkan 8:00 (HT tími) á fimmtudegi. Alþjóðlegir æfingaleikir verða að vera bókaðir á þriðjudegi hið síðasta og þú getur ekki bókað nýjann vináttuleik fyrr en liðið hefur komið heim á fimmtudeginum. Spilaði liðið ekki, má bóka alþjóðlegan æfingaleik næst á fimmtudegi klukkan 6:00 (HT tími).

Þegar þú ferðast utanlands, kostar það 6 000 US$, en alþjóðlegir vináttuleikir eiga það til að fá fleiri aðdáendur á völlinn.

Ýmislegt

Áhorf á æfingaleiki er mun minna heldur en á deildar- eða bikarleiki. Æfingaleikir með bikarreglum draga fleiri að heldur en með venjulegum reglum, og alþjóðlegir æfingaleikir enn meira.

Sjálfstraust og liðsandinn breytist ekkert og heldur ekki lundarfar áhangenda. Hinsvegar er hætta á meiðslum ekki minni þrátt fyrir að þetta sé bara æfingaleikur.

Að spila á hlutlausum velli

Ef þú vilt spila æfingaleik án þess að annað liðið fái heimavallarréttinn, þá getur þú valið að spila á hlutlausum velli. Hinsvegar ef þú spilar á velli sem er í sama landshluta og þú ert í, færðu samt heimavallarréttinn (þrátt fyrir að þú sért skráður sem gestaliðið). Eigandi vallarins mun ekki fá neinn skerf af tekjum leiksins frá þessum æfingaleikjum.

Það skiptir ekki máli hvar þú ákveður að spila. Allir leikir sem þú spilar á móti liði frá öðru landi telst sem alþjóðlegur æfingaleikur.

 
Server 071