Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Húsreglur

Auglýsingaskilaboð

Spjallrásir Hattrick, gestabækur, liðsíður og önnur svæði sem almenningur skoðar, eru ekki staðir þar sem notandi birtir auglýsingar. Meginreglan er sú, að sem Hattrick notandi átt þú ekki að vera berskjaldaður fyrir efni sem aðrir notendur birta sér til hagsbóta í raunveruleikanum.

Þetta þýðir ekki að þú mátt ekki nefna fyrirtæki eða vöru á nafn þegar aðstæður kalla til þess. En ef þú misnotar þessa reglu og reynir að ýta undir auglýsingar af einhverjum ástæðum, þá getum við eytt skilaboðunum, sektað þig eða jafnvel bannað þig frá leiknum. Umræður eru í lagi, en ekki kynningar. Það er álitið sem rusl og mengun á okkar sameiginlega svæði.

Í utan-Hattrick spjallinu, samþykkjum við venjulega þræði um t.d. aðra leiki, aðrar síður o.þ.h. Við gerum það til að koma til móts við okkar notendur svo framarlega sem þetta er ekki misnotað í auglýsingartilgangi. Ef önnur fyrirtæki byrja að nota Hattrick sem fría markaðsleið eða ef kynningartenglar eru settir inná spjallrásirnar, getum við sett viðeigandi fyrirtæki, vöru og notendur sem hafa birt þá, á svartan lista. Því miður höfum við fengið okkar skammt af auglýsingarrusli í Hattrick og við viljum ekki sjá það aftur.

Hattrick sjálft notar annað slagið spjallrásir til að auglýsa, selja eða markaðssetja vörur viðskiptavina. Við reynum að takmarka spjallrásarvirkni okkar til efnis tengt leiknum sjálfum, en auðvitað verðum við að geta átt samskipti við notendur okkar um aðra þætti, jafnvel auglýsingaefni ef þess þarf.

 
 
Server 080