Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Uppstilling: Reynsla og ruglingur

Reynsla leikkerfa

Þú getur spilað hvaða leikkerfi sem þú vilt en leikmenn þínir geta orðið ruglaðir í ríminu og spilað undir getu sinni ef þú notast við kerfi sem þeir ekki reynslu af. Til þess að forðast rugling og fá meiri reynslu verður liðið þitt einfaldlega að æfa sig. Þú færð smá reynslu á leikkerfið í hvert sinn sem þú notar það (vináttuleikir og keppnisleikir teljast jafnt). Hversu mikið sem kerfið þjálfast, fer eftir hversu margar mínútur þú notaðist við það eins og við venjulega þjálfun (hámark 90 mínútur fyrir hvern leik). Hinsvegar verður erfiðara að fá reynslu á hærri stigum. Ef þú notast ekki við ákveðið leikkerfi mun reynslan minnka hægt og rólega. Þá eru einnig líkur á að reynsla minnki við sölu á leikmanni.

Ruglingur

Ef leikmenn hafa ekki næga reynslu á leikkerfinu, geta þeir átt í hættu á að missa skipulagið, hvenær sem er í leiknum. Það hefur neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra. Ef þú ert með “frábært” leikkerfi eða betra, er öllu óhætt. Fyrir minni reynslu er hættan meiri því. Ef reynsla leikmanna þinna er há, minnkar hættan á ruglingi samt sem áður. (sjá neðar).

Þegar kemur að ruglingi, hefur reynslan á leikkerfið einnig áhrif hversu mikið leikmennirnir verða áttavilltir á vellinum. Því lægri sem reynslan á leikkerfið er, því meiri verður ruglingurinn. Ef leikmenn þínir ruglast kemur tilkynning um það í leikjaskýrslunni og þá hversu ruglaðir í ríminu leikmenn þínir verða. Ef leikskýrslan segir að liðsskipulagið hafi fallið niður í “hörmulegur” þýðir það að ruglingurinn sé mjög slæmur, en ef það dettur í “sterkur” þá eru áhrifin mun minni. Ef leikmenn þínir fara ruglaðir inn í hálfleik eða fyrir framlengingu getur þjálfarinn þinn lagað ástandið eitthvað með því að reyna að peppa upp leikmennina.

Reynsla leikmanna

Reynsla hefur jákvæð áhrif á getu leikmanns á vellinum. Leikmennirnir fá reynslu af því að spila leiki. Bikarleikir og deildabikarleikir gefa um tvöfalt meiri reynslu heldur en deildarleikir. Leikur í Áskorunar og Framrúðubikarkeppnirnar gefa mönnum helminginn af reynslunni sem nemur deildarleik. Alþjóðlegir æfingaleikir gefa um fimmta af reynslu sem deildarleikir gefa og æfingaleikir við lið frá sama landi gefur um helming þess sem alþjóðlegir leikir gefa. Landsliðsleikir gefa mestu reynsluna, á eftir leikjum í Hattrick Masters keppninni.

Hversu mikla reynslu leikmaður fær, fer eftir mínútum og getur leikmaður ekki fengið meira en 90 mínútur af reynslu fyrir hvern leik (svipað og þjálfun, nema þjálfun er 90 mínútur fyrir vikuna).

Fyrirliði og samanlögð reynsla

Þú getur skipað fyrirliða fyrir hvern leik. Reynsla og leiðtogahæfileiki er það mikilvægasta fyrir fyrirliðann, þar sem hæfni fyrirliðans í þessum hæfileikum gefur bónus þegar reiknuð er samanlögð reynsla liðsins, sem getur komið í veg fyrir rugling og að leikmenn verði ekki taugaóstyrkir í mikilvægum og dramatískum leikjum. Í slíkum aðstæðum, getur liðið sem er reynsluminni á þeirri stundu í leiknum orðið fyrir barðinu á neikvæðum atburðum vegna taugaveiklunar. Munurinn á milli reynslu liðanna ákveður hve taugaveiklaðir leikmennirnir verða. Lið munu ekki þjást af þessu í deildar og æfingaleikjum.

Fyrirliði liðsins verður að vera í byrjunarliðinu. Ef þú hefur ekki valið neinn fyrirliða, munu leikmennirnir velja sér fyrirliða sem þeir telja hæfastan.

Vítaskyttur

Bikar og umspilsleikir geta endað í vítaspyrnukeppni ef enn er jafnt eftir framlengingu. Þú velur vítaskytturnar þínar í uppstillingarforminu. Þegar þú velur röðina, mundu þá að ekkert reynir meira á taugarnar heldur en vítaspyrnukeppni og við hverja vítaspyrnu (samt ekki á venjulegum leiktíma) reynir á reynslu skotmannsins. Fyrir utan reynslu, er hæfileiki spyrnumannsins í sóknargetu og föstum leikatriðum (einnig tæknilegt sérsvið) teknir með í reikninginn. Fyrir markverði eru markvarslan og sérsvið það eina sem skipta máli.

 
Server 070