Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Leikurinn: Grundvallaratriðin

Að finna réttu uppstillinguna er mesta áskorunin í Hattrick. Í þessum kafla (eins og í öðrum leikjaköflum) munum við fjalla um hvernig hæfileikar leikmanna nýtast á vellinum. Þessi kafli mun gefa þér grunnin ásamt því mikilvægasta sem þú þarft að vita.

Grunnurinn að leikjavélinni

Í hverjum hálfleik er blásið til ákveðinna fjölda sókna og ræður miðjan því hvaða lið fær hverja sókn. Liðið með sterkustu miðjuna (liðið sem er mest með boltann) er líklegra til þess að fá flest sóknarfærin.  Þegar lið fær sókn er ákveðið hverskonar sókn það er. Það eru 3 gerðir sóknar (hægri kantur, vinstri kantur og miðja) og föst leikatriði (auka- og vítaspyrnur). Sóknin hjá sóknarliðinu fyrir það svæði, mun þá reyna að brjótast gegnum varnarlínu varnarliðsins fyrir það svæði.

Grunnsóknin

Í hverjum hálfleik eru ákveðinn fjöldi af sóknum gerðar (eins og lýst er hér að ofan). Sumar af þessum sóknum eru opnar og geta verið teknar af öðru hvoru liðinu, og sumar eru einungis aðeins fyrir annað liðið.

Fyrir opnu sóknarfærin er það miðjan sem ræður því hvort liðið fær hverja sókn. Sóknir sem einungis annað liðið fær, virkar á sama hátt nema með einni undantekningu. Ef miðjan þín “vinnur” sókn andstæðingsins stoppar þú sóknina en færð hana ekki sjálfur. Þú getur ekki fengið einhliða sóknir andstæðingsins og hann fær ekki þínar.

Flestar sóknir eru tilkynntar í leikjaskýrslunni en sóknir sem eru langt fá því að verða að marki eru ekki tilkynntar.  Þú getur einnig fengið sóknir útaf “Sérstökum atburðum” og frá skyndi sóknum. Þessar aukalegu sóknir eru kynntar nánar í hinum tvem leikja köflunum.

Forskot á heimavelli

Heimaliðið fær hjálp frá áhangendum sínum. Venjulega ert þú meira með boltann á heimavelli heldur en á útivelli.  Í nágrannaslag (þegar bæði lið eru frá sama svæði) fær heimaliðið einnig þetta forskot en útiliðið fær um helming þess. Ef leikurinn fer fram á hlutlausum velli fær hvorugt liðið neitt forskot.

Sálfræði og hugarfar þjálfarans

Liðsandinn, sjálfstraustið og liðsáherslan hafa öll áhrif á hversu vel liðinu þínu gengur. Þú getur lesið allt um hvernig Hattrick reiknar þetta í sálfræðikaflanum.
Hugarfar þjálfarans (hvort hann sé sóknarsinnaður, varnarsinnaður eða hlutlaus) spilar einnig inní þetta. Lestu meira um þetta í þjálfarakaflanum.

Liðseinkunin er það sem þú ættir einbeita þér að

Eftir að leikur hefur verið spilaður, færð þú einkunn fyrir hvern hluta liðsins. Þessar einkunnir segja þér hvernig liðinu gekk á hverjum stað fyrir sig og þessar einkunnir eru einnig notaðar í útreikningar á leiknum sjálfum.

Gildin fyrir liðseinkunnina (skalinn frá ófær til guðdómlegur) eru einnig skilgreind í fjórum undirþrepum: mjög lágt, lágt, hátt og mjög hátt. Þannig er auðveldara að vita hversu góðar einkunnirnar eru. Til dæmis “mjög hátt sterkur” einkunn er bara aðeins verri en “mjög lágt frábær” en mun betra heldur en “mjög lágt sæmilegur”.

Stjörnugjöf

Eftir að leik er lokið fá leikmenn stjörnugjöf fyrir þeirra framlag í leiknum. Fleirri stjörnur þýðir betri frammistaða.

Athugið að stjörnugjöfin gefur einungis einkunn á frammistöðu leikmanns í sinni stöðu og er gagnleg til að að bera saman svipaða leikmenn í sömu stöðu. Það er ekki tilvalin leið til þess að mæla styrk liðsins. Til að vita betur hvernig allt liðið stóð sig (miðað við önnur lið) skaltu skoða liðseinkunnina.

Athugið einnig að liðs áhrif (eins og refsingar fyrir miðju stöður, sjá Uppstilling: Grunn þættir)er ekki innifalin í stjörnu gjöf.

Undir venjulegum kringumstæðum

Í stuttu máli, ástandið á miðjunni ákveður hversu mörg tækifæri liðið þitt fær meðan á leik stendur. Aðrir þættir liðsins ákvarða líkurnar á því hvort sóknin leiði til marks.

Eftirfarandi tafla mun hjálpa þér eitthvað þegar þú velur lið þitt. Athugaðu að þetta er einungis áætlun.   Sum hæfileikastig eftir hvort öðru getur þýtt einungis smá breytingar á frammistöðu, og á öðrum stigum getur munurinn orðið miklu meiri. Því til viðbótar hafa einstaklingsskipanir (sjá kaflann á undann) ekki verið teknar í reikninginn.

Hluti af liðinu Þættir (mikilvægast fyrst)
Miðja Leiktækni miðjumanna
Leiktækni kantmanna
Leiktækni miðvarnarmanna
Leiktækni sóknarmanna
Bakvörður með Leiktækni
Sókn vinstri kants Kantur vinstri kantmanns
Kantur vinstri bakvörðs
Sóknargeta framherja
Sendingar vinstri miðjumanns
Sendingar vinstri kantmanns
Kantur framherja
Sendingar framherja
Sendingar miðjumanna
Vörn vinstri kants Vörn vinstri bakvarðar
Markvarsla markmanns
Vörn vinstri miðvarnarmanns
Vörn vinstri kantmanns
Miðjuvörn miðvarðar
Vörn markmanns
Vörn vinstri miðjumanns
Varnarlegur innri miðjumaður
Sókn miðju Sóknargeta framherja
Sendingar framherja
Sendingar miðjumanna
Sókndjarfir innri miðjumenn
Sendingar kantmanna
Vörn miðju Vörn miðvarnarmanna
Markvarsla markmanns
Vörn miðjumanna
Vörn bakvarða
Vörn markmanns
Vörn kantmanna
Sókn hægri kants Kantur hægri kantmanns
Kantur hægri bakvarðar
Sóknargeta framherja
Sendingar hægri miðjumanns
Sendingar hægri kantmanns
Kantur framherja
Sendingar framherja
Sendingar miðjumanna
Vörn hægri kants Vörn hægri bakvarðar
Markvarsla markmanns
Vörn hægri miðvarnarmanna
Vörn hægri kantmanns
Miðjuvörn miðvarðar
Vörn markmanns
Vörn hægri miðjumanns
Varnarlegur innri miðjumaður
 
Server 070