Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Deildarkerfið

Hattrick tímabilið eru 16 vikur og skiptast í 14 deildarumferðir (8 lið í hverjum riðli sem spila við hvort annað tvisvar), ein vika fyrir umspilsleiki og ein vika með engum deildarleikjum.

Deildartréið

Fjöldi deildarþrepa getur verið mismunandi milli landa, en grunnbyggingin er alltaf sú sama. Til dæmis lítur Ítalska deildin svona út:

1 Riðill í Deild I (Serie A)
4 Riðlar í Deild II (II.1, II.2, II.3, II.4)
16 Riðlar í Deild III (III.1, III.2, o.s.frv. til III.16)
64 Riðlar í Deild IV (IV.1, IV.2, o.s.frv. til IV.64)
256 Riðlar í Deild V (V.1, V.2, o.s.frv. til V.256)
1024 Riðlar í Deild VI (VI.1, VI.2, o.s.frv. til VI.1024)
1024 Riðlar í Deild VII (VII.1, VII.2, o.s.frv. til VII.1024)
2048 Riðlar í Deild VIII (VIII.1, VIII.2, o.s.frv. til VIII.2048)
2048 Riðlar í Deild IX (IX.1, IX.2, o.s.frv. til IX.2048)
4096 Riðlar í Deild X (X.1, X.2, o.s.frv. til X.4096)
4096 Riðlar í Deild XI (XI.1, XI.2, o.s.frv. til XI.4096)

Vinsamlegast athugið, að við sjöttu deild (Deild VI), tvöfaldast riðlarnir í hverri deild annað hvert þrep.

Að komast upp um deild, falla niður og umspilsleikir

Ef þú vinnur þína deild munt þú annað hvort fara beint upp um deild eða þurfa að spila umspilsleik til þess að komast upp um deild. Í deildum II-VI er það þannig að þau lið með flest stigin og hagstæðustu markatöluna fara beint upp, hin liðin þurfa að spila umspilsleik. Í lægri deildum komast allir sigurvegarar beint upp og á oddadeildum (t.d. VII(7), IX(9)) kemst einnig sá sem lendir í öðru sæti beint upp.

Þeir sigurvegarar sem þurfa að spila umspilsleik munu spila við lið sem lenti í 5. eða 6.sæti í deildinni fyrir ofan. Af þeim deildarsigurvegurum sem þurfa að spila umspilsleik, munu sterkari liðin spila við veikustu liðin í 6. sæti, og þau sem eru veikari af þeim sem koma upp, berjast við sterkustu liðin í 5. sæti. Liðið sem er í hærri deild mun alltaf spila á heimavelli í umspilsleikjunum. Ef lægri deildarliðið vinnur, munu þau skipta um sæti (sigurvegarinn tekur 5. sæti þess sem tapaði sem dettur niður í hina deildina). Ef sá sem var í 5. eða 6. sætinu vinnur verður engin breyting.

Ef þú endar í 7. eða 8. sæti munt þú falla beint niður um deild (nema ef þú ert í lægstu deildinni í þínu landi). Sterkustu liðin sem falla niður skipta við sterkustu liðin sem komast upp (og þá veikustu sem falla skiptast við veikustu sem komast upp). Ef þú fellur úr 6. deild eða neðar, mun liðið sem kemur upp og er með besta deildarárangurinn, skipta við liðið sem var með versta deildarárangurinn.

Í deildum VII og IX, munu lið sem enduðu í 3. og 4. sæti, spila umspilsleik og í deildum VIII og X, munu liðin sem enduðu í 2. sæti, spila umspilsleik.

Skipta um riðil í skiptiglugganum.

Keppi liðið í einum af þremur neðstu riðlunum í deildunum, er möguleiki á að skipta úr einum riðli í annan í sömu deild. Svo þetta virki, þarf að vera laust pláss riðlinum sem liðið á að fara í en það sést í töflunni á milli tíða. Hafirðu dótturfélag í sama landi, er ekki hægt að færa það í sama riðið og móðurfélagið og svo öfugt.

Fall og hækkun upp um deild hjá bottum

Bottalið fara aldrei upp um hærri deild, jafnvel þótt að þau lendi í fyrsta sæti í sinni deild. Í enda hvers tímabils í deildum VI og neðar munu öll bottalið falla niður í lægstu mögulegu deild. Það er þó ein undantekning á þessu. Þau bottalið sem enda í efsta sæti í VI deild munu fara upp um deild eða spila umspilsleik.

Þegar bottalið falla, munu alvöru lið taka við þeim og fara upp um deild. Þessi lið verða merkt "Lucky Losers" af þeim liðum sem töpuðu umspilsleik eða féllu beint. Ekki er hægt að hafna þessu enda myndu stuðningsmenn, leikmenn og styrktaraðilar einfaldlega ekki sætta sig við slíka ákvörðun.

Ef það eru fleiri bottar í deildum ofar neðstu deildunum en stjórar í þeim neðstu, þá lokar kerfið neðstu deildunum og þess vegna skal vera viðbúinn því.

Staða í deild og einkunn

Lokastaðan er reiknuð af (mikilvægast fyrst) stigum, markamismun og mörkum skoruðum. Þetta er einnig notað í einkunnina sem ákveður hvaða umspilsleik þú færð eða hverjum þú mætir í bikarleiknum. Einkunnin er reiknuð af (mikilvægast fyrst) deildarþrepi (I., II. III. o.s.frv.), stöðu í riðli, stig, markamismun og mörkum skoruðum. Fyrir bæði einkunnir og deildarstöðu: ef allt þetta er jafnt þá er það ákveðið með peningakasti.

Verðlaunafé

Ef þú endar í fyrstu fjórum sætunum færðu smá verðlaunafé. Hversu mikið fer eftir í hvaða sæti þú lentir og í hvaða deild þú spilar í:


Deildarþrep 1 2 3 4
Úrvalsdeild 2 000 000 US$ 1 175 000 US$ 825 000 US$ 500 000 US$
Deild II 1 350 000 US$ 1 050 000 US$ 750 000 US$ 450 000 US$
Deild III 1 200 000 US$ 925 000 US$ 675 000 US$ 400 000 US$
Deild IV 900 000 US$ 700 000 US$ 500 000 US$ 300 000 US$
Deild V 600 000 US$ 475 000 US$ 325 000 US$ 200 000 US$
Deild VI 525 000 US$ 400 000 US$ 300 000 US$ 175 000 US$
Aðrar deildir 450 000 US$ 350 000 US$ 250 000 US$ 150 000 US$

Það er einnig veitt verðlaunafé fyrir markahæsta leikmanninn hvers riðils sem er 10 000 US$. Þann pening færðu eftir síðasta leik tímabilsins. Ef tveir eða fleiri leikmenn eru með jafn mörg mörk og tilheyra sitthvoru félaginu, munu öll félögin fá þennan pening. Hinsvegar ef þínir eigin leikmenn eru markahæstir færðu bara ein verðlaun.

Bónusgreiðslur fyrir að fara upp um deild

Fari liðið upp um deild verður þér verðlaunað fyrir það til viðbótar verðlaunafésins fyrir sætið sem þú endaðir í. Aukalega mun árangur þessi stækka stuðningsmannaklúbbinn um 10% (rétt eins og ef liðið fellur, þá yfirgefa 10% stuðningsmanna klúbbinn). Fari liðið upp "ókeypis", utan sætis, fjölgar bara í stuðningsmannaklúbbnum. Dæmi um þetta inniheldur verðlaun vegna liðsfjarlægingu og aukapláss fyrir Alþjóðlegu Hattrick deildina.


Deildarþrep Beint upp Upp um deild eftir umspil
Úrvalsdeild - -
Deild II 500 000 US$ 175 000 US$
Deild III 450 000 US$ 150 000 US$
Deild IV 400 000 US$ 125 000 US$
Deild V 300 000 US$ 100 000 US$
Deild VI 200 000 US$ 75 000 US$
Aðrar deildir 175 000 US$ 50 000 US$
 
Server 070