Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Leikur: Föst leikatriði og sérstakir atburðir

Í þessum leikjakafla munum við færa okkur um set og skoða tvö mikilvæg atriði þegar kemur að leikjum: Hvernig þú skorar úr föstum leikatriðum og hvað hægt er að græða á "sérstökum atburðum" (og öðrum viðbættum leikatburðum).

Föst leikatriði

Sumar grunnsóknir þínar munu leiða til tækifæra til fastra leikatriða. Eins og í alvöru fótbolta, er hægt að sanka að sér stigum ef þú ert góður í föstum leikatriðum. Það eru tvær gerðir af föstum leikatriðum, bein og óbein.

Bein föst leikatriði

Bein föst leikatriði eru beinar aukaspyrnur og vítaspyrnur. Til þess að skora þá þarf leikmaðurinn, sem tekur föstu leikatriðin, að ná að skáka markverði andstæðingsins. Markvörðurinn þinn, til viðbótar við hæfni í markvörslu, notar föst leikatriði til þess að verjast á móti beinum föstum leikatriðum. En hann getur ekki verið útnefndur leikmaður til að taka föst leikatriði.

Óbein föst leikatriði

Um það bil 1/3 tækifæra af þínum föstum leikatriðum verða óbein. Óbein föst leikatriði eru óbeinar aukaspyrnur og útkoman veltur á hópvinnu. Til að sækja notar þú (mikilvægast fyrst) meðalhæfni útileikmanna í sóknargetu, meðalhæfni þeirra í föstum leikatriðum og hæfni útnefnds leikmanns í föstum leikatriðum. Til að verjast notar þú (mikilvægast fyrst) meðalhæfni útileikmanna í vörn, meðalhæfni þeirra í föstum leikatriðum, markvörslu markmannsins þíns og hæfni hans í föstum leikatriðum.

Sérstakir atburðir

Fyrir utan venjulegar sóknir getur einnig átt sér stað svokallað "sérstakur atburður". Sérstakir atburðir eru atburðir sem gerast í leiknum og ræður þar för eiginleiki leikmanna og sérstaklega sérsvið þeirra, sem gerir að setja saman lið með gott jafnvægi á sérsviðum leikmanna, ákveðna áskorun.

Það eru til tvær gerðir af sérstökum atburðum. Atburðir liðs og einstaklingsbundnir atburðir. Möguleikinn til að atburðir geris hjá liðinu, veltur á því hvort liðið haldi boltanum meira. Haldi liðið til dæmis boltanum 55%, hefur liðið 55% möguleika á að skapa sér sérstakan atburð.

Einstaklingsbundnir atburðir fara eftir því hvaða sérsvið leikmennirnir eru með. Margir leikmenn með sérsvið getur gert muninn en það er ekki nóg. Þeir verða einnig að vera með rétta eiginleika í réttri stöðu svo einstaka atburðir geti átt sér stað. Það er mikilbægt að finna rétt jafnvægi sérsviða fyrir liðið.

Fyrir hvern sérstakan atburð í leik, rýrnar möguleikinn fyrir annan atburð.

Veðuraðstæður

Sum sérsvið falla vel til ákveðins veðurfars. Þessi veðurför hafa áhrif á frammistöðu leikmanna frá upphafi leiks.

Tæknilegur leikmaður bætir sig um 5% í sól, en hrakar um það sama í rigningu.

Kraftmiklir leikmenn bæta sig um 5% í rigningu og glata 5% í sólinni sem þreyta þá einnig.

Snöggir leikmenn versna um 5% í regni og sól.

Þegar veðurið hefur áhrif á leikmenn á sér stað, færðu tilkynningu um það í leikskýrslunni, og stjörnugjöf leikmannsins mun einnig sýna árangur hans í samræmi við það.

Marktækifæri

Sérsvið (og aðrir eiginleikar leikmanns) geta gefið þér fleiri sóknir. Til viðbótar við það sem er listað hér fyrir neðan, má nefna að leikmaðurinn sem klárar færið (oftast, en ekki alltaf, sá sami og skapaði færið), þarf einhverja hæfni í sóknargetu til þess að getað skorað framhjá markverðinum í þessum sóknum.

Óútreiknanlegur leikmaður getur notað sendingarhæfni sína til að skapa óvæntar langar sendingar ef þeir eru markmenn, bakverðir eða miðverðir. Ef þeir eru miðjumenn, kantmenn eða sóknarmenn er sóknargetan hentug til að stöðva boltann. Óútreiknanlegi eiginleikinn þeirra getur í sjálfu sér einnig skapað ólíkleg marktækifæri. Ef óútreiknanlegur varnar- eða miðjumaður er með lága varnarhæfni, getur það leitt til gáleysislegra mistaka sem getur gefið andstæðinginum tækifæri til þess að skora. Til viðbótar getur óútreiknanlegur kantmaður sem er ekki nógu góður í sendingum, skapað vandræði í vörninni og orsakað sjálfsmark.

Snöggur kantmaður, innri miðjumaður og framherji geta búið til marktækifæri með hraðanum. Þessu getur andstæðingurinn spornað við með því að nota varnarsinnaðan leikmann (miðvörð eða bakvörð) sem er einnig snöggur. Einnig fá skyndisóknir byr undir báða vængi snöggra kantmanna, innri miðjumanna og sóknarmanna í liðinu. Andstæðingurinn getur enn slegið á áhrifin með snöggum innri miðjumönnum, bakvörðum eða varnarmönnum. Eingöngu getur aukabústið núllast, ekki aðal taktíkin.

Tæknilegir kantmenni, innri miðjumenn og sóknarmenn geta búið til marktækifæri ef andstæðingar þeirra, varnar- eða miðjumaður er skallamaður. Sá síðar nefndi þarf ekki að vera í stöðunni á móti. Hver tæknilegur varnarmaður og bakvörður færir vægan möguleika á að skapa taktíklausa skyndisókn úr glötuðu tækifæri andstæðingsins. Því betri sendingar sem varnarmaðurinn sendir, því stærri tækifæri.

Kantmaður með nógu háa kanthæfileika getur búið til marktækifæri sem annar kantmaður, miðjumaður eða framherji þarf að klára. Hafi sá leikmaður næga sóknargetu er hann líklegur til að skora og ef hann er skallamaður verður auðveldara fyrir hann að skora.

Hornspyrnur: Til að skora úr hornspyrnu þarf sá leikmaður í föstum leikatriðum að hafa nægilega hæfni og leikmaðurinn sem fær boltann þarf að hafa nægilega hæfni í sóknargetu og föstum leikatriðum gegn sömu hæfni varnarlínu andstæðingsins. Það eru tvennar gerðir hornspyrna. Fleiri skallamenn (undanskilinn aukaspyrnusérfræðingnum) í þínu liði en andstæðingsins, því fleiri marktækifæri. Enginn skallamaður veikir vörnina í hornspyrnum sem og sóknina. Því fleiri skallamenn í liðinu þínu (útnefndur leikmaður í föstum leikatriðum telst ekki með) og því færri skallamenn hjá andstæðingnum, því meiri eru möguleikar þínir að skora. Það að hafa enga skallamenn mun gera þig veikburða gegn hornspyrnum andstæðinga þinna og einnig veikburða að skora úr þínum eigin hornspyrnum. Í hinni gerðinni veltur það á markahæfni þess er fær boltann. Athugið að horn geta leitt af sér gul spjöld á sóknarliðið en ef leikmaðurinn er þegar með spjald á bakinu, verður hann varari um sig svo áhættan á öðru gulu spjaldi er ekki eins mikil og hún ætti að vera.

Reynsla: Reynslumiklir framherjar geta skorað með því að notast við reynslu sína. Óreyndir varnar- og miðjumenn geta gefið andstæðingnum annað marktækifæri.

Þreyta: Þreyttur miðvörður getur gert mistök. Ef sóknarmenn andsæðingsins eru einnig þreyttir, skapast tækifæri fyrir andstæðinginn.

Aðrir aukalegir leikatburðir

Það eru einnig aukalegir atburðir sem þú getur fengið í leik. Líkurnar á þessum atburðum hefur ekkert með að segja hver ræður yfir miðjunni, svo að líkurnar aukast ekki þótt þú stjórnar miðjunni.

Skyndisóknir: Jafnvel þótt þú notir ekki skyndisóknartaktíkina eru smá líkur á því að þú getur fengið skyndisókn. Þessar óháðu skyndisóknir krefjast þess ekki að liðið þitt sé með lakari miðju. Lesið betur kafla 14 um taktík til að fræðast betur um skyndisóknir.

Langskot: Jafnvel þótt þú notist ekki við langskotstaktíkina er smá líkur á því að liðið fái tækifæri til langskota. Lesið betur kafla 14 um taktík til að fræðast betur um langskot.

Kraftmiklir innri miðjumenn, ef varnarsinnaðir ná að brjóta upp sóknir og vinna boltann. Ef hann nær að pressa, hrýtur sókn andstæðingsins niður. Til að gera það, þarf hann að treysta á varnarhæfni sína og úthald.

Kraftmikill sóknarmaður. Spili hann venjulega, þ.e. kraftsókn, getur hann komið sér á réttan stað og knúið fram annan séns til að skjóta og skora eftir að venjulegt tækifæri liðsins fór úrskeiðis. Þeir munu þurfa fullnægjandi leiktækni og sóknargetu til að gera þetta. Athugið að líkamshreifingar þeirra geta fært honum gul spjöld en verði hann þegar með spjald á bakinu, spilar hann mun varlega í þessum aðstæðum.

Félagið mun líða fyrir troðning ef á vellinum eru tveir eða þrír leikmenn sem hafa sömu hæfni og stöðu í eftirfarandi gerð: tæknilegir varnarsinnaðir sóknarmenn, kraftmiklir miðjumenn og kraftmiklir varnarsinnaðir miðjumenn. Stillirðu upp tveimur mönnum af sömu gerð, rýrnar frammistaða þeirra um 4% á hvorn mann. Séu þeir þrír, rýrna þeir um 7,5% hver.

 
Server 071