Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hattrik Arena mót

Mót er keppniskerfi fyrir Hattrick-lið. Þú getur tekið þátt í opnum Stigakeppnum og reynt að verða "Kóngurinn á hólnum" eða þú getur tekið þátt í mótum sem eru keyrð af stjórunum sjálfum.

Athugaðu að þú getur enn spilað venjulega æfingaleiki hverja viku þrátt fyrir að vera með í móti.

Búa til eða vera með í móti

Þú verður að vera Gull, Platínu eða Demants Supporter áskrifandi til að geta stofnað mót. Sá sem er án Supporter getur bara búið til 'Þróað' mót. Stofnandinn ákveður stærð, nafn, o.s.frv. og býður svo framkvæmdastjórum á mótið. Gull og Platínu áskrifendur geta tekið þátt frítt í einu 'Einföldu' móti í einu en verða að kaupa Credit fyrir önnur mót. Aðrir geta einnig tekið þátt í gegnum Hattrick Gears. Demants Supporter geta einnig tekið þátt í einu 'einföldu' móti og geta tekið þátt í allt að 10 mótum í einu með því að nota ítarlegri valmöguleika og er ekki rukkað um Credit fyrir þátttöku í þeim.

Þegar mótið er orðið fullt, byrjar það sjálfkrafa og spjallborð fyrir mótið verður til. Ef mótið er ekki orðið fullskipað 72 klukkutímum áður en fyrsti leikur á að byrja, þá mun upphaf mótsins færast aftur um eina viku. Stærra móti verður frestað ef það verður ekki fullt eftir 24 tíma áður en fyrsti leikurinn fer fram og verður hann færður um einn dag.

Allir geta búið til mót með Hattrick Credit. Að búa til eða vera með í móti frítt, er einnig mögulegt með Gull, Platínu eða Demants Supporter pökkum.

Leikjadagar í Hattrik Arena

Leikir í Hattrik Arena eru spilaðir á hlutlausum völlum og þú færð enga innkomu af áhorfendatekjum (og enga nýja meðlimi í aðdáendaklúbbinn þinn).

Leikir í mótum nota sömu leikjagögn og venjulegir leikir. Svo núverandi form, hæfni, reynsla, ástand meiðsla o.s.frv. á leikdag verða notuð. Það eru tvær undantekningar samt: Liðsandi (og sjálfstraust) er sett tilbúna stöðu og spjöld virka öðruvísi. Sjá neðar fyrir frekari upplýsingar.

Deildaviðureignir og bikarar

Leikir í mótum hafa engin áhrif á liðið þitt eða leikmenn þína eftir leik. Þannig að leikmenn fá enga þjálfun eða reynslu frá þessum leikjum, né hafa leikir einhver áhrif á reynslu á leikkerfum, liðsanda og þess háttar.

Upplýsingar um Hattrik Arena

Allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um Hattrik Arena leiki eru listuð hérna:

  • Liðsandi: Liðsandi er stilltur á ákveðið gildi (yfirvegaður) í Hattrik Arena leikjum.
  • Sjálfstraust liðs: Sjálfstraust er stillt á ákveðið gildi (dásamlegt) í Hattrik Arena leikjum.
  • Meiðsli: Engin meiðsli munu eiga sér stað í Hattrik Arena leikjum, en meiddur leikmaður í "venjulega" Hattrick mun ekki geta spilað..
  • Spjöld: Mót hafa sín eigin spjaldakerfi þar sem gulu og rauðu spjöldin virka ekki í "venjulega" Hattrick. Sem slíkt, þá mun spjald sem er gefið í mótsleik aðeins gilda fyrir leiki sem eru hluti af mótinu. Jafnt sem áður, ef leikmaður fær rautt spjald í venjulega Hattrick, þá mun hann samt sem áður getað spilað í leik á móti.
  • Spjöld (Stigakeppnir): Spjöld hafa engin áhrif í þrepakeppnum.
  • Þjálfun: Leikmenn fá enga þjálfun frá leikjum á móti.
  • Reynsla: Leikmenn öðlast enga reynslu við að spila í leikjum á móti.
  • Leikkerfi: Núverandi leikkerfisreynsla í "venjulega" Hattrick er einnig notað fyrir leiki á mótum. Hinsvegar öðlastu enga reynslu á leikkerfi frá mótaleikjum.

Stigakeppnir

Takmarkið í stigakeppni er að ná sem hæst og verða "Kóngurinn á hólnum" og vera þar sem lengst. Til að ná toppnum, skorarðu á önnur lið sem eru næstu þrepum fyri ofan þig og ef þú vinnur, ferðu í þrepið þeirra.

Áskorunarreglur

Núverandi staða þín í stiganum hefur áhrif á hvaða lið þú getur skorað á.

  • Sæti 2-5: Aðeins hægt að skora á liðið fyrir ofan í stiganum.
  • Sæti 6-11: Getur skorað á lið í 1-2 sætum ofar en ekki hærra en 5.
  • Sæti 12-18: Getur skorað á lið í 1-3 sætum ofar en ekki hærra en 10.
  • Sæti 19-39: Getur skorað á lið í 1-5 sætum ofar en ekki hærra en 16.
  • Sæti 40-63: Getur skorað á lið í 1-7 sætum ofar en ekki hærra en 35.
  • Sæti 64-99: Getur skorað á lið í 1-10 sætum ofar en ekki hærra en 57.
  • Sæti 100-129: Getur skorað á lið í 1-15 sætum ofar en ekki hærra en 90.
  • Sæti 130-169: Getur skorað á lið í 1-25 sætum ofar en ekki hærra en 115.
  • Sæti 170-199: Getur skorað á lið í 1-35 sætum ofar en ekki hærra en 145.
  • Sæti 200-249: Getur skorað á lið í 1-50 sætum ofar en ekki hærra en 165.
  • Sæti 250-599: Getur skorað á lið í 1-75 sætum ofar en ekki hærra en 200.
  • Sæti 600-1099: Getur skorað á lið í 1-100 sætum ofar en ekki hærra en 525.
  • Sæti 1100-2499: Getur skorað á lið í 1-250 sætum ofar en ekki hærra en 1000.
  • Sæti 2500-5499: Getur skorað á lið í 1-500 sætum ofar en ekki hærra en 2250.
  • Pos 5500+: Getur skorað á lið í 1-1000 sætum ofar en ekki hærra en 5000.

Áskorandinn borgar fyrir leikinn og áskoruð lið taka áskoruninni sjálfkrafa. Leikurinn er leikinn 24 stundum eftir áskorunina. Vinni áskorandinn, verður Credit endurgreitt.

Þrepabreyting eftir leik

Ef þú skorar á lið og vinnur, tekurðu sæti þess liðs. Áskoraða liðið færist niður um eitt þrep. Það sama á við um hvert það lið sem var á milli liðanna.

Dæmi: Lið A er í 54. þrepi og skorar á B sem er í 47. þrepi. Vinni A, tekur A 47. þrepið frá B. B færist niður í 48. þrep og liðið sem sat í 48. þrepinu, færist niður í 49. þrepið. Liðið sem var í 49 þrepinu færist niður í 50. og svo fram vegis.

Tapirðu áskoruninni, halda bæði liðin þrepi sínu.

Biðtími milli áskorana í stigakeppni

Ekki er hægt að skora á þig, 12 tímum eftir að leikur hófst. Þetta gefur þér færi á að skora sjálfur á lið og komast upp metorðastigann.

Þú getur ekki skorað á neinn, 12 tímum eftir að leikur hófst. Þetta er til þess komið svo önnur lið geti skorað á þig. Og þetta kemur einnig í veg fyrir að tvö efstu liðin skori sífellt á hvort annað svo það þriðja eigi ekki möguleika á að skora á hina og geta tekið stöðu þeirra.

 
Server 071