Hjálp »   Handbók »   Þjálfun 

Þjálfun

Í hverri viku getur þú valið hverskonar þjálfun þú vilt að leikmenn þínir einbeiti sér að. Áhrif þjálfunar kemur fram á fimmtudegi eða föstudegi, fer eftir landi, svo þú þarft að breyta þjálfunar skipunum fyrir þann tíma. Breytingar á formi og bakgrunnsformi breytast líka á þessum tíma.

Aldur leikmanns og hæfnisstig

Yngri leikmenn eru fljótari að læra heldur en eldri leikmenn, en hversu mikið leikmaður lærir af þjálfuninni fer eftir á hvaða stigi hæfni hans er. Því lægra hæfnisstig því hraðar lærir hann.  Þjálfun á mjög lágum hæfnisstigum er margfalt hraðari heldur en á meðal hæfnisstigum.

Fyrir utan aldur og hæfnisstig þá eru fjórir aðrir þættir sem hafa áhrif á hraða þjálfunar. Þeir eru þjálfunarálag, tegund þjálfunar, hlutfallsprósenta úthaldsþjálfunar og þjálfarateymið (þjálfarinn og aðstoðar þjálfarar).

Þjálfunarálag

Því ákafari sem þjálfunin er, því betra verður form liðins í heild og áhrif þjálfunar eykst. Þú ákveður álag þjálfunarinnar með því að velja prósentu milli 0 og 100.  Ókostur of mikils þjálfunarálags er sá að hættan á meiðslum eykst. Þú verður að ákveða sjálfur hvaða prósenta hentar þér. Mælt er með að spyrja reyndari notendur á spjallinu.

Veruleg lækkun á þjálfunarálagi getur gefið “einnota” aukningu á liðsandann. Þegar þú skipar svo leikmönnum þínum að byrja aftur að þjálfa með meiru álagi, þá mun liðsandinn skiljanlega detta aftur niður við þau tíðindi. Ef þú vilt breyta þjálfunarálaginu, hafðu þá í huga að nýja prósentan verður að hafa verið sleginn inn fyrir þjálfunaruppfærsluna.

Tegund þjálfunar

Það eru 11 tegundir af þjálfun sem hægt er að velja á milli. Öll gera það að verkum að leikmennirnir verða betri í einhverju. Mismunandi tegundir af þjálfun eru birtar í töflunni hér að neðan.

Þjálfarateymið

Ef þú hefur góðann þjálfara verður þjálfunin árangursríkari heldur en ef þú hefur lélegann. Aðstoðarþjálfarar bæta einnig árangur þjálfunar.

Úthaldsþjálfun

Úthald verður að vera þjálfað í hverri viku, sem prósenta af heildarþjálfun liðsins. Skilvirkni þess dettur niður við hærra álag. Það er betra að þjálfa lítið í hverri viku heldur en mikið annað slagið.  Eldri leikmenn þurfa meiri þjálfun í hverri viku til að viðhalda ákveðnu úthaldsstigi, sem þýðir að stjórar þurfa að finna viðeigandi hlutfall úthaldsþjálfunar fyrir þeirra lið. 

Leikmenn sem hafa spilað í að minnsta kosti 90 mínútur fyrir liðið þitt í vikunni, fá 100% áhrif úthaldsþjálfunar. Leikmenn sem spila minna en 90 mínútur (t.d. varamenn) fá 75% af þessum áhrifum, plús hluta fyrir hverja mínútu þeir hafa spilað. Aðrir leikmenn sem hafa ekkert spilað í vikunni, en eru nógu hraustir til að þjálfa (leikmenn meiddir í 1 viku eða minna) fá helming þessa áhrifs. Meiddir leikmenn fá ekki úthaldsþjálfun.

Úthaldsþjálfun hefur neikvæð áhrif á form leikmanna. Því meira úthald sem þú þjálfar, því neikvæðari áhrif á hefur það á formið.    Það skal tekið fram að einungis núverandi form, en ekki bakgrunnsform, stjórnast af úthaldsþjálfun.

Grunnatriði

Magn þjálfunar sem leikmaður fær, veltur á því hversu margar mínútur hann hefur spilað í þjálfunarstöðu fyrir liðið í vikunni. Leikir sem leikmaður hefur spilað fyrir önnur lið, mælast aðeins til uppfærslu á formi og fær leikmaður enga þjálfun. Ef leikmaður spilar ekkert í vikunni eða spilar innan við mínútu fær hann enga þjálfun.

Leikmaður getur fengið hámark 90 mínútur af þjálfun á viku. Það að spila meira en 90 mínútur í þjálfunarstöðu færir leikmanninum enga aukalega þjálfun. Ef leikmaður spilar í minna en 90 mínútur (t.d. 50 mínútur) fær hann minni þjálfun (í þessu tilfelli 50 mínútur af 90).

Ef leikmaður hefur spilað í tveimur stöðum í vikunni, verða 90 mínúturnar sem færa honum hentugustu þjálfunaráhrifin, valin þegar þjálfunaruppfærslan á sér stað. Leikmenn með einstaklingsfyrirmæli fá þjálfun frá sinni venjulegri stöðu.

Leikmenn í kantstöðu munu eingöngu fá hálfa þjálfun í leiktækni. Sama gildir um bakverði í kantþjálfun.

Það skiptir ekki máli hvort leikmaður spilar í vináttuleik, bikarleik eða deildarleik - þeir eru allir jafn áhrifaríkir frá sjónarhóli þjálfunar.

Hins vegar, ef þú ert ekki með nógu marga leikmenn í hópnum til að fylla upp lið fyrir keppnisleik muntu gefa upp sigur. Í þessu tilviki muntu aðeins missa þjálfun fyrir þann tiltekna leik. Öll þjálfun vikunnar tapast ekki. Ef þú hefur ekki stillt uppstillinguna þína munu leikmenn þínir fara inn á völlinn í handahófi og standa sig eins og form þeirra sé lægra en það er í raun.

Á hinn bóginn, ef þú mætir í keppni. leik, en andstæðingur þinn gerir það ekki, þú vinnur með walkover og byrjunarliðið mun fá þjálfun eins og venjulega, en mun ekki vinna sér inn reynslu leikmanna.

Svigar gefa til kynna lítil áhrif. Tvöfaldir svigar gefa til kynna mjög lítil áhrif.

Tegund þjálfunar Bætir ...fyrir...
Föst leikatriði Föst leikatriði Allir leikmenn sem spila, 25% bónus fyrir leikmann sem framkvæmir föst leikatriði og markvörð.
Vörn Vörn Varnarmenn ((Allir leikmenn sem spila leik))
Sóknargeta Sóknargeta Framherja ((Allir leikmenn sem spila leik))
Kantur Kantur Kantmenn (Bakverði) ((Allir leikmenn sem spila leik))
Markskot og Föst Leikatriði (Sóknargeta) (Allir leikmenn sem spila leik)
(Föst leikatriði) ((Allir leikmenn sem spila leik))
Sendingar Sendingar Miðjumenn, kantmenn og framherja ((Allir leikmenn sem spila leik))
Leiktækni Leiktækni Miðjumenn (Kantmenn) ((Allir leikmenn sem spila leik))
Markmaður Markvarsla Markmenn
Sendingar (varnar- & miðjumenn) Sendingar Varnarmenn, miðjumenn og kantmenn ((Allir leikmenn sem spila leik))
Vörn (varnar- & miðjumenn) Vörn (Markmenn, varnarmenn, miðjumenn og kantmenn) ((Allir leikmenn sem spila leik))
Kantur (kant- & sóknarmenn) Kantur Framherja og kantmenn ((Allir leikmenn sem spila leik))
Einstaklingsbundinn (Einungis Unglingasetur) Gagnleg hæfni fyrir þá stöðu spilaða í leik (Allir leikmenn sem spila leik)

Dæmi

Liðið æfir "Kant" þessa vikuna. Sunnudagur er fyrir deildarleiki en miðvikudagar fyrir æfinga- og bikarleiki (getur verið mismunandi eftir löndum).

  • Jónas Hallgrímsson spilar 90 mínútur sem kantmaður á sunnudegi en missir af miðvikudagsleiknum. Hann fær fullar 90 mínútur af kantþjálfun .
  • Guðbrandur Þorláksson spilar 90 mínútur sem kantmaður á sunnudegi og 90 mínútur sem framherji á miðvikudegi. Hann fær einungis 90 mínútur af kantþjálfun .
  • Georg Bjarnfreðarson spilar 50 mínútur sem kantmaður á sunnudegi og 90 mínútur sem bakvörður á miðvikudegi. Hann fær 50 mínútur af fullri kantþjálfun og 40 mínútur af kantþjálfun með litlum áhrifum.
  • Grettir Ásmundarson spilar 40 mínútur sem kantmaður á sunnudegi og 90 mínútur sem framherji á miðvikudegi. Hann fær fullar 40 mínútur af kantþjálfun og 50 mínútur af þjálfun með mjög litlum áhrifum.
  • Egill Skallagrímsson spilar 90 mínútur sem bakvörður á sunnudegi og miðvikudegi. Hann fær samt sem áður einungis 90 mínútur kantþjálfun með litlum áhrifum.
  • Ástþór Magnússon spilaði hvorki á sunnudegi né miðvikudegi. Hann fær því enga þjálfun.

Hæfnisrýrnun

Þegar leikmaður fer að nálgast 30 ára aldurinn byrjar hann að tapa smá af hæfileikum sínum í hverri viku. Hversu mikið lækkunin er fer eftir aldri og á hvaða hæfnisstigi hann er. Því hærra hæfnisstig, því meiri hæfnisrýrnun. Eldri leikmenn tapa hæfileikanum einnig hraðar en yngri leikmenn.

 
Server 070