Kaup & Sölur
Sölulistinn er staðurinn þar sem þú kaupir nýjan leikmann eða reynir að selja þá sem þú vilt ekki halda. Þú mátt vera með hámark 50 leikmenn í liðinu þínu. Kaup & sölusíðan heldur utan um alla þá leikmenn sem þú ert að bjóða í, ert að selja eða fyrrverandi leikmenn (þú færð uppeldisfélagsþóknun fyrir leikmenn sem hafa verið uppaldir hjá félaginu þínu og þóknun fyrir leikmenn sem hafa verið áður í liðinu þínu)
Að selja leikmann
Til þess að selja leikmann setur þú hann á sölulistann, sem þú gerir á síðu leikmannsins. Þú slærð svo inn verðið sem þú vilt fá fyrir hann og er hann þá settur á sölulistann. Til að fá hugmynd um hvers virði leikmaðurinn er, þá getur þú notað sölusamanburðar möguleikann, og við mælum alltaf með að stilla verðinu sem raunverulegustu. Leikmaðurinn þarf samt sem áður að hafa spilað einn leik hið minnsta fyrir liðið þitt áður hann er settur á sölu, og þú getur ekki sett hann jafn oft á sölu og hann hefur leikið fyrir liðið þitt. Þessar takmarkanir eiga þó ekki við um leikmenn sem teknir eru upp úr unglingaliðinu eða leikmenn sem fylgdu með þegar þú fékkst lið þitt afhent. Leikmaðurinn mun vera í 3 daga á sölulistanum, eftir það fer hann í það lið sem bauð hæst í hann, svo fremur einhver bauð í hann.
Leikmaður sem er seldur, fer á brott til nýja liðsins síns strax og uppboðinu er lokið, nema að annaðhvort liðið í samningaferlinu er að spila leik á þeim tíma, þá mun hann koma til nýja liðsins um leið og leik lýkur. Ef kaupandi finnst ekki verður hann áfram í liðinu þínu. Mundu að þegar þú setur leikmann á sölu getur þú skipt um skoðun. Ef þú skiptir um skoðun þá má hætta við sölu á næstu 10 mínútum svo fremi sem ekki hefur verið boðið í leikmanninn.
Að kaupa leikmann
Til þess að kaupa leikmann heimsækir þú sölulistann sem er staðsettur í "Liðið mitt", "Heimur" eða þú getur smellt á sölulistamerkið uppi í hægra horninu á síðunni. Þú leitar að þeim leikmanni sem þú vilt og þegar þú hefur fundið þann leikmann, velur þú leikmanninn og gerir tilboð í hann. Þú verður að hækka tilboðið um 1 000 US$ eða 2%, (fer eftir hvort er hærra). Ef ekkert verð er á honum getur þú boðið á upphafsverðinu svo framarlega sem það er hærra en 1 000 US$.
Athugið að summan af því sem þú bíður í leikmennina og laun þeirra (þú borgar alltaf fyrstu laun leikmanns strax eftir kaupin) mega ekki setja þig í meiri skuld en 200 000 US$.
Þú mátt bjóða í leikmann alveg fram að sölueindaga. Ef einhver leggur inn tilboð innan 3ja mínútna fyrir sölueindaga, verður sölueindagi lengdur um 3 mínútur eftir að það tilboð var lagt fram.
Þegar þú kaupir leikmenn eru upplýsingarnar um hæfileika hans, persónuleika o.s.frv. góð hjálp. Þú getur einnig notað “sölusamanburður” til að sjá hversu mikið svipaðir leikmenn hafa verið að seljast á.
Hámarksboð
Hámarksboð virkar á sama hátt og venjuleg boð. Ef þú setur upp hámark mun kerfið bjóða sjálfkrafa þegar þess þarf, og hækkar boðið með lægstu mögulegu upphæð (2%, 1 000 US$ að lágmarki).
Þú getur bæði hækkað og lækkað hámarksboðin hvenær sem er en það er ekki hægt að fjarlægja gildandi boð, að sjálfsögðu. Hámarksboðið þitt er bara sjáanlegt þér. Aðrir þjálfarar sjá bara gildandi boð.
Þú getur verið með eitt hámarksboð í einu. Ef þitt hæsta boð hefur náð hámarki, hættir það að vera sjálfkrafa en þú getur samt sett annað hámarksbið ef þú vilt.
Fyrir sérstök tilfelli (eins og þegar tvö lið bjóða sjálfvirkt gegn hvoru öðru) höfum við bætt við sterkum rökum. Hér er dæmi sem ætti að útskýra rökin.
Umboðsmaðurinn, uppeldisfélagið og söluþóknanir
Að setja leikmann á sölulistann kostar 1 000 US$. Eftir að leikmaðurinn hefur verið seldur mun umboðsmaðurinn, uppeldisfélagið og fyrrum félag taka sinn skerf af sölunni. Á leikmannssíðunni getur þú alltaf séð hversu mikið þú munt fá í þinn hlut. Hér eru aðalatriðin:
Hversu mikið sem umboðsmaðurinn tekur, fer eftir hversu lengi leikmaðurinn hefur verið í liðinu.
Uppeldisfélagið tekur alltaf 2% af söluverðinu. Ef þitt lið er uppeldisfélagið, færð þú alltaf 2% í hvert skipti sem leikmaðurinn er seldur nema þegar hann er seldur í fyrsta skiptið.
Fyrrum félag tekur alltaf 3% af sölunni. Ef liðið þitt er fyrrum félag, fer það eftir því hversu marga leiki leikmaðurinn spilaði fyrir liðið þitt.
Sjá þessar töflur fyrir frekari upplýsingar.
Þegar þú selur unglingaleikmann sem þú tókst upp í liðið þitt, telstu ekki sem fyrrum félag. En næst þegar hann er seldur telst félagið þitt sem fyrrum félag, svo framarlega að hann hafi spilað a.m.k. einn leik með aðalliðinu þínu.
Leikmannafé fer til hliðar
Fyrir sumar leikmannasölur, gæti stjórnin ákveðið að millifæra hluta upphæðarinnar á varareikning félagsins til að nota seinna.
Þetta gerist aðeins fyrir einstaka leikmenn og fyrir flesta stjóra gerist það örsjaldan.
Stjórnin mun segja þér á meðan á viðskiptunum stendur hvort þau séu að fara í gegn og ef svo, þá mun prósenta fara í varasjóðinn.
Stjórnin gerir þetta þegar þeir telja að leikmanni sé að lenda í spákaupmennsku. Þeir telja að leikmanni sé ekki nauðsynlegt að skipta út. Slíkir leikmenn hafa verið kallaði "Gullstangir" af samfélaginu.
Sem stendur vill stjórnin aðeins íhuga fé fyrir markmenn (a.m.k. sterkur) eða líklegur til að verða þjálfari í framtíðinni með a.m.k. sterka leiðtogahæfni og ófullnægjandi reynslu.
Prósenta af söluinnkomu sem stjórnin sendir inn á varasjóðinn fer eftir hve marga leiki leikmaðurinn spilaði fyrir liðið.
Meginreglan fyrir fastamenn, allt fé verður sem peningur - enginn peningur fer á varasjóðinn.Að vera venjulegur leikmaður þýðir að spila að minnsta kosti 60 mínútur á viku.
Fjarvera vegna meiðsla er hunsuð en ef heilir leikmenn eru á bekknum, fer meira fé inn á varasjóð félagsins.
Example: A player that fits the “Gold Bar” criteria has been starting league matches all season. When the manager considers selling the player, the Board stands back- All proceeds (after agent fees) would be available for the coach as cash. However, the transfer listing does not happen and the player is instead put on the bench. After two weeks, 12 % of transfer proceeds will now be earmarked for Board Reserves. After four weeks on the bench, the number is up to 24 %. The manager instead decides to start the player again. After six weeks back on the team, playing league or Cup matches, the player can yet again be sold with no money ending up in Board Reserves.
Sem þumalputtaregla tekur það þrjár vikur í spilun í deild og Bikarleik til að komast yfir hverja viku af óvirkni. Sé aðeins spilaður æfingaleikir tekur batinn tvöfaldan þann tíma. Hafi leikmaður, uppalinn hjá félaginu spilað, fer enginn peningur í varasjóð stjórnarinnar, hver sem hæfni hans sé. Þetta á einnig við leikmenn sem gengið hafa í klúbbinn síðustu tvær vikur og hafa ekki komist í byrjunarliðið.
Kaup og sölur geta haft áhrif á liðsandann
Þegar þú selur eða kaupir leikmann áttu hættu á því að liðsandinn detti niður. Hættan eykst þegar þú selur góðann leikmann og þegar þú kaupir illgjarnan leikmann. Ef þú selur unglingaleikmann gerist þetta ekki ef þú selur hann innan við 6 daga eftir að þú tókst hann upp í aðalliðið.
Lokun netþjóna
Sölueindagar geta verið framlengdir (á sem mest sanngjarnan máta) ef netþjónar eru niðri. Hafið einnig í huga að netþjónarnir geta verið niðri þegar sölueindagi nálgast. Þú tekur áhættu með því að bíða fram á síðustu stundu með að bjóða í leikmanninn. Það er mælt með að leikmenn séu settir á sölu á sanngjörnu verði, því annars gætirðu átt hættu á að selja leikmenn á lægra verði en þú hafðir vonast eftir. Leikmannaskipti ganga eingöngu fram þegar nýr leikmaður kemur til klúbbsins og má, þangað til enn vera hluti af framlengda tímanum á sölustund þegar truflunin gengur yfir.
Heiðarleg framkoma á leikmannamarkaðinum
Góðir leikmenn og haugur af peningum eru lykilsjónarmið í Hattrick. Það gerir það mjög mikilvægt að engin lið hagnist á óeðlilegum viðskiptum á markaðnum. Þetta þýðir að kaup á leikmönnum á uppsprengdu verði eru stranglega bönnuð svo og hvaða aðferð til að afla einu eða öðru liði fjár á ósiðlegan hátt. Aðeins hæfni, aldur, einkenni og áhrif frá leikjum með landsliði og U21 hafa áhrif á verðmæti leikmannsins.
Leikjastjórnendur (GM) hafa fulla heimild til þess að hætta við eða laga óeðlilegar upphæðir fyrir leikmann, gefa út aðvaranir, sektir eða jafnvel banna notendur sem eru í þessum gjörningi. Ef þú lendir í að fá uppsprengt verð fyrir þinn leikmann, hafðu þá samband við leikjastjórnendur (GM) gegnum "hafa samband" síðuna.