Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hattrick knattspyrnustjóraleikur | Verið með í ókeypis fótboltaheimi 

Hattrick knattspyrnustjóraleikur | Verið með í ókeypis fótboltaheimi


Stjórnaðu á eigin hraða

Hattrick er herkænskuleikur þar sem Þú byggir upp og stjórnar liði til langtíma. Skráðu þig inn á hverjum degi eða bara einu sinni í viku. Breytirðu rétt áttu sama möguleikann og aðrir til að standa uppi sem sigurvegari.

 

Byggðu upp og þjálfaðu liðið þitt

Þjálfaðu og þróaðu liðið þitt. Stýrðu fjármálum félagsins. Finndu nýja leikmenn á leikmannaglugganum eða settu 2. flokk á laggirnar og byggðu upp hina gullnu kynslóð.

 

Vertu klárari en andstæðingurinn

Þú keppir á móti öðrum mennskum framkvæmdarstjórum í landsdeildum og bikar. Þú byrjar í neðstu deild og klifrar svo upp í Úrvalsdeildina. Þú getur einnig stofnað einkamót og spilað við vini.

 

Samfélag og forrit

Samfélagið stendur virkilega upp úr í Hattrick. Taktu þátt í líflegum spjallborðum og eignastu nýja vini út um allan heim. Við eigum líka öpp fyrir Android og iOS sem og önnur forrit sem hala má niður.

26 Ár
54 Tungumál
150 Lönd
14 102 079 Fjöldi notenda
364 979 899 Spjallinnlegg
833 576 228 Spilaðir leikir

Klassískur Fótboltastjóraleikur

Hattrick er nettengdur fótboltastjóraleikur þar sem þú ert stjórinn og átt að koma klúbbnum á topp deildarinnar. Þú ræður öllu er klúbbinn varðar: Kaupa og selja leikmenn, ákveða hvað á að þjálfa, skipuleggja taktík fyrir deildarleiki og bikarleiki eins og Bandaríkin and US Open Cup.

Þegar flautað verður til leiks, verður viðureignin leikhermd af kerfinu okkar en þú getur fylgst með henni í beinni textalýsingu og rætt við andstæðing þinn. Einnig er hægt að skoða leikinn að honum loknum og rýnt í tölfræði.

Hattrick er umfram allt, herkænskuleikur þar sem þú verður að skipuleggja fram í tímann. Ættirðu að fjárfesta í betri unglingaakademíu eða setja pening í stjörnuleikmann? Ættirðu að taka varnarmann eða sóknarmann úr 2. flokki?

Veljið vel. Unglingarnir geta orðið stjörnur liðsins eftir nokkur tímabil, eða jafningjar Lionel Messi, Gylfa Þór, Hazard eða Kane.

Stór partur af því skemmtilegasta er fjölspilunin - liðin sem þú mætir eru stjórnuð af fólki sem reynir að sigra þig. Þú getur nælt þér í þekkingu innan þessa stóra samfélags, hvernig best sé að þjálfa, stilla upp og betrumbæta félagið fjárhagslega.

Stjörnurnar þínar geta jafnvel verið valdar í USA landslið! Heimsmeistarakeppni fer fram á hverju ári, annað hvort fyrir A-landslið eða U21 árs. Núverandi heimsmeistarar eru Argentina. Skoðið úrslitin hér!

Verðirðu góður stjóri, getur þú skellt þér í framboð til landsliðsþjálfara þar sem stjórar landsins gefa atkvæði sín. Eins og er, þá eru 150 landslið í Hattrick og þú getur verið í fararbroddi fyrir þau öll, jafnvel þó þitt eigið lið sé í annarri deild.

Í Hattrick er alltaf eitthvað um að vera, hvort sem það er að sitja við spjallborðin eða að tala um Hattrick eða almennar fótboltafréttir eða að reyna að finna leikmenn á góðu verði í leikmannaglugganum.

En það er mikilvægt að vita aða Hattrick er einnig leikur þar sem þú getur spilað á þínum hraða. Eyðirðu 30 mínútum á viku til að stilla upp og uppfæra þjálfunarplön, má keppa og standa sig vel í aðalkeppnunum svo fremi sem gáfulegar ákvarðanir eru teknar.

Ólíkt flestum öðrum leikjum, þarf ekki að skrá sig inn til að safna bónuspunktum eða ná betri stöðu í leiknum. Það er heldur engin leið til að komast framar öðrum í leiknum en samt sem áður má fjárfesta í Hattrick Supporter sem opnar fyrir fítusa sem gera leikinn skemtilegri en án þess að liðið fái eitthvað umfram önnur lið.

Hattrick er fyrsti nettengdi fótboltastjóraleikurinn og við erum búin að vera tengd frá 1997. Stofnendur eru enn virkir skuldbinda sig að bjóða Hattrick sem ókeypis, gjaldlausan fótboltaleik.

Hattrick hefur allt sem aðrir hefðbundnir fótboltastjóraleikir eins og Football Manager leikirnir fyrir utan það að liðið þitt mun spila gegn mennskum stjórum.

Hann inniheldur einnig áhrif af fantasíufótboltaleikjum sem og annarra leikja eins og FIFA Ultimate Team þar sem lið er byggt upp og att gegn öðrum.

Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hattrick - Besta fótboltastjóraleik í heiminum - Alveg frítt! Kostar ekkert að skrá sig til leiks. Engu þarf að hala niður en einnig eru til Hattrick öpp fyrir Android og iOS og þar er hægt að stjórna öllum leiknum.

En gætið að því að Hattrick getur verið ávanabindandi - Margir notenda okkar hafa spilað í 10 ár eða lengur og eru enn á fullu.

 
Server 071