Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

 

Fótboltastjóraleikir

Stjóraleikir eru tegundir af leikjum þar sem þú spilar rullu sem framkvæmdarstjóri íþróttaliðs. Þú gætir verið fótboltastjóri, körfuboltastjóri - það eru til margar mismunandi íþróttir, þó svo að fótbolti sé sá vinsælasti.

Uppáhalds netstjóraleikur heimsins

Vinsælasti fótboltastjóraleikurinn í dag er Hattrick. Við höfum mörg hundruð þúsund virkra mennskra framkvæmdarstjóra.

Í Hattrick spilar þú sem eigandi og framkvæmdarstjóri þíns eigin fótboltaliðs. Þetta þýðir að þú tekur allar mikilvægar ákvarðanir varðandi þjálfun, útsendara, leikmannamarkað - og auðvitað taktískar ákvarðanir fyrir og á meðan leik stendur. Markmiðið er að byggja upp félagið og liðið þitt, vinna andstæðinginn og taka framförum í deildarkerfi þar sem önnur lið eru einnig rekin af mennskum notendum.

Það er alltaf ókeypis að spila Hattrick

Hattrick er ókeypis stjóraleikur. Það mun aldrei kosta þig neinn pening að stofna eða halda liðinu þínu, og við munum aldrei rukka þig fyrir forskot í leiknum. Það er hinsvegar mögulegt að uppfæra aðganginn þinn og gerast Hattrick Supporter áskrifandi, sem gefur þér auka tæki og tól fyrir greiningu, til að sérsníða liðið þitt og til að hafa samskipti við aðra framkvæmdarstjóra.
 
Server 070