Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Fantasíu-fótboltaleikir

Hugtakið fantasíufótbolti vísar til leiks þar sem leikmaður reynir að giska á hvaða leikmaður í hinum raunverulega heimi, muni standa sig best. Þú skapar fantasíulið, yfirleitt fyrir ákveðna deild, velur leikmenn úr henni og býrð til þitt eigið lið með þeim. Fyrir liðið safnast punktar eftir frammistöðu þeirra.

Vinsælir möguleikar eru Telegraph Fantasy Football, Yahoo Fantasy Football og ESPN Fantasy Football. Keppnir geta verið skipulagðar fyrir deildir eins og Premier League Fantasy Football og einnig fyrir alþjóðlegar keppnir eins og World Cup Fantasy Football.

Fantasíudeildir fylgja hinum holdlega raunverulega heimi. Meiðist leikmaður, gefur hann ekki neina punkta fyrir þá sem völdu hann í liðið sitt og svo framvegis. Til að ná árangri, verður að hafa augun opin fyrir fréttum af leikmönnum og liðum til að sjá hverjir munu mögulega ekki verða valdir í hóp liða.

Er Hattrick fantasíu-stjóraleikur?

Hattrick er best lýst með því langa orði, knattspyrnustjóraleikur. En hann er líka sannur fantasíuleikur í þeim skilningi að öll lið og leikmenn í Hattrick eru skáldskapur með öllu. Lið eru búin til, skýrð og stýrt af raunverulegum notendum og þegar keppt er, eru ákvarðanir þínar prófsteinn annarra og alvöru stjóra í Hattrick. Tímabilin eru ekki tengd leiktíðum í raunverulegum heimsbolta en fylgja ákveðnu munstri.

Í Hattrick eru engir raunverulegir leikmenn en allir leikmenn eru sérstakir og þeir voru fengnir í Hattrick úr unglingadeildum sem stjórnaðar eru af raunverulegum, mennskum stjórum. Í þeim skilningi er Hattrick fantasíubolti þar sem þú hefur áhrif á framvindu og þróun þessa leikjaheims.

Hattrick er ókeypis stjóraleikur. Það mun aldrei kosta þig neinn pening að stofna eða halda liðinu þínu, og við munum aldrei rukka þig fyrir forskot í leiknum. Það er hinsvegar mögulegt að uppfæra aðganginn þinn og gerast Hattrick Supporter áskrifandi, sem gefur þér auka tæki og tól fyrir greiningu, til að sérsníða liðið þitt og til að hafa samskipti við aðra framkvæmdarstjóra.
 
Server 070