Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hattrick tilkynningar

10-21-2020 SUMARIÐ ER BÚIÐ

Sumarsólin sest á sunnudaginn og vetrarmáninn rís þann sama dag. Hinn afstæði tími bætir við sig auka klukkustund úr mánahringnum. Stundin á milli klukkan tvö og þrjú um myrka nótt mun eiga sér stað, tvisvar sinnum. Þá gæti verið forvitnilegt að vera vakandi.
Allir leikir, félagaskipti og annað mun samt bara eiga sér stað einu sinni.

10-12-2020 Hattrick Masters draw

The Hattrick Masters starts next week on Monday. The draw for this season's edition will take place today at 15:00 (CET).

9-21-2020 KÍNA ER HEIMSMEISTARI

Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikurinn í Heimsmeistarakeppninni þegar Íran og Kína kepptu. Aldrei áður hefur land frá Asíu unnið keppnina svo nú var útséð að asískt lið ynni.

Kín dró fyrri hálfleik og fengu nokkur færi í Íranski markvörðurinn var í stuði. Íran fékk víti en klúðraði því.

Seinni hálfleikur virtist ætla að falla Írönunum í skaut en engu að síður skoruðu Kínverjar. Tíminn leið og færinn gáfust en leikurinn endaði á þessu eina marki.

Til hamingju með Heimsmeistaratitilinn, allir Kínverjar og stjóri ykkar, Chenxiaolin.

9-17-2020 KOSNINGAR Á NÆZTA LEITI!

Nú þegar Heimsmeistarakeppninni er að ljúka með undanúrslitunum á morgun og úrslitin á sunnudaginn, þarftu að kjósa til næsta landsliðsþjálfara.

Ætlir þú í framboð, þarftu að skrá þig á skráningarskrifstofunni sem er þegar opin. Kosningaskrifstofur frambjóðenda opna á mánudaginn og um leið opna kjörstaðir en kosningar standa yfir í eina viku.

Til að gerast frambjóðandi verðurðu að hafa spilað Hattrick í að minsta kosti eitt tímabil og til þess að öðlast kosningarétt, verðurðu að hafa verið virkur í að minsta kosti eitt tímabil. Þetta á að koma í veg fyrir ýmis kosningasvindl.
Fyrir frambjóðendur: Skráning
Fyrir kjósendur og frambjóðendur: Kjörstaðir

Skellið ykkur í fínu fötin, mokkajakkana, mokkasíurnar, mokkalúffurnar og setjið mokkahúfuna á koll og fáið ykkur frískandi og heilsubætandi göngutúr í kuldanum á næsta kjörstað!

9-15-2020 VISTASKIPTI Í RIÐLUM

Eins og áður, leyfir KSH sumum liðum að skipta um riðla á milli leiktíða:

- Skiptiglugginn opnar nú á fimmtudaginn, þann 17. frá klukkan 00:00 til föstudagsins 18. september klukkan 23:59 að HT-tíma.
- HTI félög geta aðeins skipt til klukkan 16:00 (CET) vegna leikjaskráninga fyrir næsta tímabil.
- Aðeins er hægt að hafa vistaskipti ef þú spilar í einni af þremur neðstu deildunum í landinu þínu.
- Aðeins er hægt að hafa vistaskipti við bottalið á sama deildarstigi.
- Aðeins er hægt að hafa vistaskipti í eitt skipti og það er ekki hægt að hætta við. Svo gaktu úr skugga um að þú viljir virkilega eiga vistaskipti.

Þú skiptir við botta frá deildarsíðu bottans og smellir á þar til gerðan hlekk sem birtist aftan við nafn bottaliðsins. Hafðu í huga að bara er hægt að skipta við lið sem er með bottamerkið en ekki við lið sem er án eiganda en er ekki orðið að botta enn.

9-11-2020 FIMM NÝ LÖND

Fimm nýjar deildir verða á næsta tímabili í Hattrick þegar Myanmar, Zamibía, San Marínó, Púertó Ríkó og Haiti koma í veröldina okkar.

Myanmar er fjölmenn þjóð og hefur unnið Asíuleikana tvisvar og náð 2. sæti í Asíubikarnum árið 1968. Zamibía vann Afríkubikarinn árið 2012.

Úr Karribíahafinu kemur Haití og Púertó Ríkó og frá Evrópu kemur San Marínó.

Löndin munu taka þátt í Heimsmeistarakeppninni á næsta ári.

Hafirðu áhuga á að vera með lið í deildunum, skráðu þig til leiks fyrir helgina svo þú keppir örugglega í bikarnum.

9-3-2020 HÖNNUN OG FÍTUS

Nú breytum við. Megin breytingin er að við gerum Hattrick breiðari svo við fáum meira pláss til að vinna með. Það þýðir að það er pláss hjá vinstri listanum á öllum síðunum svo hún hverfur ekki hér eftir eins og t.d. á textalýsingarsíðunni. Stærra letur á öllum síðum og önnur virkni á sumum síðum:

* Leikjasíðan er nú með spilum á toppnum, síðustu leikir og næstu eru áherslumerktir og hægt er að bóka æfingaleiki beint af síðunni.
* Deildarsíðan er með fleiri upplýsingar um leiki.
* Upplýsingar á Leikmannasíðunni.
* Leikmannaleitin fékk uppfærslu. Nýjar stykur, filter fyrir sérsvið.

Og svo bara fullt af dóti. Allt um það á Dev Blog

 
 
Server 081