Hattrick Gears
Litlar spyrnur fyrir liðið þitt

Hattrick Gears er safn af litlum atriðum sem þú borgar fyrir í hvert skipti sem þú notar, gert í sama anda og Hattrick Supporter: Atriði sem gera spilun Hattrick skemmtilegri eða gera lífið þitt í Hattrick þægilegra, en án þess að gefa þér neitt virkilegt forskot í leiknum sjálfum.

Þú verslar hverja Hattrick Gears vöru með Credits.

Gefðu leikmanni þínum gælunafn

Hefur einhver leikmaður í þínu liði fengið gælunafn af liðsfélögum eða stuðningsmönnum? Þú getur gefið þínum ástkærum leikmönnum gælunöfn til að gera þá aðeins persónulegri. Gælunöfn munu birtast á milli fornafns og eftirnafns leikmanns á meðan hann er hjá félaginu. Þegar hann er seldur, þá fjarlægist gælunafnið.

Leikmenn sem eru í augnablikinu á sölulista eða leikmenn sem hafa spilað landsleik, geta ekki fengið gælunöfn. Gælunafnið þarf einnig að vera til í gagnagrunninum fyrir samþykkt gælunöfn.

Ef gælunafnið sem þú vilt nota er ekki í boði, þá getur þú stungið upp á að bæta því við.

Verð: 5 Credit

Andlitslyfting á leikmanni

Þú getur gefið hvaða leikmanni sem þú átt nýtt yfirbragð með stílfæringu svo fremi sem að leikmaður sé ekki á sölulistanum. Með stílfæringu getur þú breytt hárgreiðslunni hans, hárlit og bætt á hann skeggi eða rakað hann.

Verð: 2 Credit

Stílfæring leikmanns

Þú getur einnig stílfært leikmann sem þýðir að þú getir breytt öllu varðandi útlit hans. Hinsvegar þarf félagið þitt að vera uppeldisfélag hans eða að hann sé búinn að vera hjá félaginu þínu í meira en eitt tímabil.

Ennfremur geta leikmenn sem eru á sölulista eða hafa spilað leik fyrir landsliðið, ekki fengið stílfæringu.

Verð: 4 Credit

Taka þátt í móti

Mót eru óopinber keppni félaga í Hattrick. Sem Supporter áskrifandi getur þú haldið mót fyrir þig og vini þína eða tekið þátt í einu af mörgum sem eru í gangi, samtals 10 mót í einu. Mót hafa sveigjanlega leikskrá en leikir geta byrjað hvenær sem er og þá er hægt að spila sem bikarkeppni eða deild með úrslætti. Í móti keppa 4 til 64 lið, en til að spila er verðið ávallt hið sama.

Verð: 2 Credit

Stigaleikir

Með því að spila í stigakeppni tekurðu þátt í áframhaldandi keppni um montréttindi besta stjórans á landsvæði, landi eða bandalagi eða jafnvel á heimsvísu. Spilaðu þig upp stigann til að verða kóngurinn á hólnum!

Note: sem áskorandi, mun Credit-ið sem notað var, verða endurgreitt við sigur.

Verð: 1 Credit

Stakur leikur

Viltu þagga niður í vini þínum? Færðu ekki nógu marga leiki undir venjulegri leikjadagskrá? Stakir leikir eru hér til að hjálpa þér. Skoraðu á hvaða lið sem er, spilaðu leikinn, náðu montréttindunum - þetta er svo einfalt.

Verð: 1 Credit

Sjálfvirkur atburður

Viltu gera viðureignirnar eftirminnilegri og skemmtilegri? Með Event-o-Matic geturðu haldið einstakan viðburð fyrir næsta leik. Veldu um að hæðast að andstæðingnum, ná til stuðningsmanna þinna eða heiðra heiðursfélaga klúbbsins. Viðburður mun þá eiga sér stað á meðan leik stendur. Athugið að allir viðburðir eru aðeins til kynningar og munu ekki hafa áhrif á úrslit leiksins á neinn veg.

Verð: 1 Credit

Endurskíra leikmann

Þú átt möguleika á að gefa leikmönnum þínum glænýtt nafn.

Leikmenn sem eru á sölulista, eða leikmenn sem hafa spilað landsleik er ekki hægt að endurskíra, og leikmaður í meistaraflokki er bara hægt að endurskíra einu sinni (hver eigandi). Einnig verður nafnið að vera til í nafnagagnagrunni landsins sem hann er frá.

Þegar leikmaðurinn er settur á sölu, fær hann gamla nafnið sitt aftur en heldur nýja nafninu ef hann selst ekki.

Vinsamlegast athugið að ákveðin samsetning nafna verður útilokuð til að forðast að nöfn frægra einstaklinga fylli ekki leikinn.

Verð: 8 Credit

Endurnefna ungling

Að endurskíra leikmann í unglingasetrinu er minna mál, nafnið þarf aðeins að vera til staðar í nafnagagnagrunni landsins.

Verð: 4 Credit

Endurspilun

Vann rétta liðið? Hefur óheppnin elt þig eða var uppstillingin einfaldlega ekki eins sniðug og þú hafðir reiknað með fyrir leikinn? Nú er hægt að komast að því.

Endurspilun leiksins líkir eftir honum 20 sinnum með því að nota jafn nákvæmar breytur og í leiknum. Þetta gefur þér skírari hugmynd um hvernig raunverulegur möguleiki á sigri var. Með Ofurendurspili er líkt eftir leiknum samtals 100 sinnum fyrir 5 Credit.

Samtala leikjanna er búin til svo þú getir skilgreint útkomuna. Endurspilunin hefur ekki áhrif á lokaúrslit leiksins á neinn veg. Athugaðu að úrslitin í endurspiluninni mun ekki verða fáanleg í tvö tímabil.

Verð: 3 Credit

Áhugaverð Viðskipti

finnst ekki leikmaðurinn sem þig vantar? Bættu við Áhugaverðum Viðskiptum ef leitarniðurstaðan skila 10 eða færri niðurstöðum. Næstu 2 vikur látum við þig vita ef áhugaverður leikmaður verður settur á sölu.

Verð: 3 Credit

Auka sjálfvirkt boð

Með sjálfvirku boði má setja það hámarksverð sem þú ert til í að borga fyrir leikmanninn og Hattrick mun bjóða fyrir þig sjálfkrafa þar til hámarkinu er náð. Hvert lið getur sett eitt sjálfvirkt boð án endurgjalds en með Gears er hægt að kaupa eitt auka boð ef þú ert að bjóða í tvo leikmenn á sama tíma. Þegar boðið rennur út, gerir sjálfvirka boðið það líka.

Verð: 2 Credit

 
Server 071