Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Kynning 

Kynning

Þetta er handbókin að Hattrick. Fyrir skjótari yfirferð á leiknum, lestu þá handbók byrjandans.

Hattrick er leikur þar sem þú færð að stýra þínu eigin liði til dáða, í keppni við aðra spilara útum allan heim.

Hattrick er einfaldur leikur, það er auðvelt að grípa grunnin. Þú getur spilað Hattrick jafnvel þótt þú skráir þig inn einungis einu sinni til tvisvar á viku (þó við vonumst til að sjá þig oftar). Áskorunin er ekki að sigra leikinn, heldur að sigra andstæðingana þína. Meðan þú ert að spila verða aðrir spilarar vinir þínir sem gerir Hattrick að félagslegum leik.

Þín almenn verkefni

Þú framkvæmir skyldur bæði sem þjálfari og sem eigandi liðsins. Þú ákveður aðferð og taktík, hvað skal þjálfa og velur hvaða leikmenn eiga að spila. Þú getur keypt og selt leikmenn, fjárfest í endurbótum á leikvangi og mikið meira. Til þess að verða farsæll þjálfari er gott ráð að þróa góða herkænsku og einnig að hafa góða langtímaáætlun. Frægð og velgengi koma ekki á færibandi.

Nýja liðið þitt

Þegar þú tekur við nýja liðinu þínu fær það einungis pláss í einu af tveimur neðstu deildunum í Hattrick deildarkerfinu. Til að byrja á því að klifra upp listann færðu hóp af leikmönnum (misgóðum), leikvang og smá pening til þess að koma þér af stað. Nú er komið að þér að láta ljós þitt skína.

Ekki hafa neinar áhyggjur ef þér dettur annað nafn í hug fyrir liðið þitt. Því má alltaf breyta á milli leiktíða en kostnaður vegna búninga og markaðssetningar nemur 10 000 US$. 3% stuðningsmanna munu ekki höndla breytingarnar og yfirgefa félagið.

Svæði og veður

Liðið þitt tilheyrir ákveðnu svæði eða landshluta (kannski landshluta sem þú tengist sterkum böndum). Svæðin eru hugsuð þannig að þú getir séð hverjir eru nálægt þér. Annað sem vert er að minnast á, er að hvert svæði er með sitt eigið veður, hinsvegar eru öll svæðin jafn góð hvað veður varðar, það er ekkert svæði sem er betra en annað, svo þú þarft ekkert að velta því fyrir þér hvort svæðið sem þú valdir er betra eða verra en eitthvað annað (veðurlega séð).

Veður hefur áhrif á tvenna mismunandi þætti en mikilvægast er aðsóknin á leikina því færri munu mæta ef það er rigning og svo frammistaða leikmanna. Á svæðissíðunni getur þú séð hvernig veðrið er í dag og veðurspá fyrir morgundaginn. Ef það er sól í dag er mjög líklegt (miðað við önnur veður) að það verði sól aftur á morgun (sem þýðir að veður er ekki alveg handahófskennt)

Ef þú vilt geturðu breytt um landssvæði á milli tímabila. Það hinsvegar mun kosta þig 10 000 US$ og 3% meðlimua fara úr stuðningsmannafélaginu.

Okkar besta ráðlegging

Besta ráðið sem við getum gefið þér er að lesa þessa handbók. Þú þarft ekkert endilega að lesa allt í einu, bara það að lesa fyrstu kaflana mun hjálpa þér við það að byrja. Einnig er mjög gott að spyrja aðra notendur og það er til sérspjallrás sem er einungis undir spurningar (á ensku, en hægt er að finna önnur tungumál). Við þýðendurnir hvetjum eindregið með því að hafa samband á íslenska spjallborðinu ef spurningar vakna.

Það er einungis eitt sem við heimtum en það er að þú og allir aðrir fái sem bestu Hattrick upplifunina. Til þess eru nokkrar einfaldar reglur sem við setjum. Hægt er að lesa allt um það í Hús reglunum.
 
 
Server 080