Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Handbók fyrir byrjendur

Þetta er styttri útgáfa handbókarinnar að Hattrick. Fyrir nánari leiðbeininga, smelltu þá á Handbók.

Hlutverk þitt

Þú ert stjórinn og stýrir öllu því sem við kemur klúbbnum. Þú stjórnar taktík og herkænsku, velur það sem á að þjálfa og ákveður hverjir fá að spila. Þú kaupir og selur leikmenn, uppfærir leikvöllinn og margt fleira.


Peningar

Peningar eru mikilvægir svo þú ættir að gæta að í hvað þú setur þá. Gott ráð er að í upphafi skal ekki eyða krónu þangað til þú veist hvað er mikilvægast og hvar peningarnir nýtast best.

Þú græðir peninga frá leikjum, styrktaraðilum og leikmannasölum. Peningar eru notaðir til þess að borga reikninga, laun, viðhald auk þess til að fjárfesta í nýjum leikmönnum og úrbóta á leikvanginum.


Leikmenn

Taktu þér tíma til að kynnast leikmönnunum og getu þeirra. Smelltu á getuskalann til að sjá betur hversu góðir þeir eru. Þjálfarinn þinn getur líka valið lykilmenn að hans mati til að hjálpa þér af stað.

Flestir leikmanna nota nokkra hæfileika en þar sem þú ert nýkominn til leiks, er skynsamlegast að einbeita okkur að aðal hæfni leikmanna.


Staða Aðal hæfni
Markmaður Markvarsla
Varnarmenn Vörn
Innri miðjumenn Leiktækni
Kantmenn Kantur
Sóknarmenn Sóknargeta

Leikir

Eitt Hattrick-tímabil er 16 vikur: 14 umferðir, ein vika fyrir umspilsleiki og ein vika í frí. Deildarleikir fara fram um helgar, um miðja viku eru bikar og æfingaleikir spilaðir. Ef eitthvað sem þú ættir að gera sem stjóri, er að stilla liðinu upp fyrir næstu leiki.

Bókaðu æfingaleik í hverri viku ef þú ert ekki lengur með í bikarnum. Því má ganga frá með því að smella á "Vináttupottinn".Að spila æfingaleiki í hverri viku þýðir að þá er hægt að þjálfa fleiri leikmenn og að hámarka þjálfunina er mikilvægur liður í að ná sem lengst.


Grunnatriði leiksins

Fótboltaleikurinn er skipt í þrennt. Í hvorum hálfleik eru nokkrar sóknir framkvæmdar:

  • Hæfni miðjumanna þinna gegn hæfni miðjumanna andstæðings þíns gefa af sér tækifæri til að sækja fram. Sá sem er sterkar er líklegri til að fá sókn. Leiktæknihæfni miðjumannanna er það sem skiptir mestur fyrir miðjuna.
  • Þegar miðjumennirnir haf "unnið" sér inn sókn, ákveðst hversskonar sókn þetta verður(vinstri, hægri, miðju eða í föstum leikatriðum).
  • Sóknin sækir þá gegn vörn andstæðingsins og veldur árangurinn á hæfni þeirra beggja. Sóknargeta sóknarmanna er mikilvægust, sérstaklega fyrir sókn um miðjuna þegar kanthæfni er mikilvægust kantmönnunum í sókn á köntunum.

Þjálfun

Þjálfun er aðalverkfæri til að þróa liðið þitt og er um líka góð leið til að græða peninga (meira um það hér fyrir neðan).

Þar sem liðið þitt er nýtt, mælum við með að þú veljir eitt atriði til að þjálfa eins og til dæmis markvörslu, vörn, leiktækni eða sóknargetu og þjálfir það til lengri tíma áður en þú skiptir í aðra þjálfun.

Áhrif þjálfunar koma í ljós einu sinni í viku. Svo leikmaður fái fulla þjálfun, þarf hann að spila í einum leik í 90 mínútur á viku. Hann fær ekki meiri þjálfun þó hann spili tvo leiki og 180 mínútur.Tökum dæmi: Svo leikmaður fái fulla leiktækniþjálfun, þarf hann að spila sem innri miðjumaður. Til að fá þjálfun í sóknargetu þarf leikmaður að spila sem sóknarmaður og svo framvegis.


Kaup & sölur

Þú kaupir leikmenn á sölulistanum og hér selur þú líka leikmenn. Gott ráð er að kanna "sölusamanburð" leikmanna til að fá hugmynd um hvað einstaka leikmaður ætti að kosta.


Starfsfólk

Starfsfólk stuðlar að ýmsri starfsemi innan klúbbsins. Til dæmis hraða aðstoðarþjálfarar þjálfuninni og gætu verið mikilvægir nýju liði. Því meiri hæfni sem starfsmaður hefur, því meiri laun hefur hann. Starfskraftur á háum launum geta verið erfiðir í rekstri svo skynsamlegt er að halda þeim í burtu þangað til þú veist hvenær þú þarft virkilega á þeim að halda. Þú getur lesið þér til um starfsfólkið í handbókinni.


Leikvangur

Það kemur að því að þú þarft að stækka völlinn, sérstaklega þegar uppselt hefur verið í nokkrum leikjum. Ef þú stækkar völlinn áður, er það sama og að henda peningunum.


Leikmennirnir þínir

Að ráða til liðsins þína egin leikmenn er skemmtileg leið til að fá liðsauka. En þar sem því fylgir kostnaður ráðleggjum við þér að bíða með það þangað til þú hefur náð frekar tökum á leiknum.


Uppbygging liðsins

Með nýtt lið, er gott ráð að byggja það upp til langs tíma frekar en skamms. Framtíð liðsins veldur á yngri leikmönnunum svo þú skalt byggja liðið utan um þá.Stundum getur virðst skynsamlegast að selja bestu leikmennina til þess að afla fjár til að kaupa yngri þjálfunarefni.

Einbeittu þér að þjálfun leikmanna og að byggja upp liðið um sinn. Láttu aðalliðið spila í deildinni og keyptu nokkra unga menn sem eru sæmilegir eða sterkir í því sem á að þjálfa og láttu þá spila æfingaleikina.Þú getur jafnvel látið þjálfunarefnin spila deildarleiki ef þú hefur efni á því. Þessi þjálfunarefni má selja seinna þegar þeir hafa þjálfast frekar og vonandi hagnastu á því.

Stilltu liðinu þannig upp að þú fáir sem mest úr þjálfuninni.Dæmi: Sóknargeta: Láttu 3 menn spila í sókn í deildarleik og aðra 3 æfingaleik. Samtals 6 leikmenn á viku.Dæmi: Varnarþjálfun: Láttu 5 menn spila vörn í deildarleik og aðra 5 æfingaleik. Samtals 10 leikmenn á viku.


 
Server 071