Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Unglingaleikmenn

Skátanet

Þú getur fengið nýjan leikmann í hverri viku með því að senda útsendarana þína í leit að nýjum leikmönnum. Því betra sem skátanetið er, því meiri möguleika áttu á því að fá góða leikmenn þaðan. Þú hefur ekkert um það að segja hverskonar leikmenn þú færð, fyrir utan það að velja á milli útleikmanns eða markmanns. Ekki reikna með að fá alltaf frábæra leikmenn í hverri viku. Flestir leikmennirnir sem útsendarar þínir mæla með eru varla launanna virði, en þó geta verið góðir leikmenn inn á milli - hugsaðu þér hvernig hlutirnir eru í raunveruleikanum!

Flest lið setja mikinn pening inn í skátanetið, en það eru einnig til lið sem eyða minna í það og kaupa jafnvel bara leikmenn til þjálfunar. Hinsvegar ef þú ákveður að fjárfesta í skátanetinu, vertu viðbúinn því að fá lélega leikmenn í upphafi meðan skátanetið er að byggjast upp. Þér gæti fundist tilgangslaust að nota netið ef reynsla þess er "léleg".

Í hverri viku getur þú fjárfest mikið (20 000 US$), meðal (10 000 US$) eða lítið (5 000 US$) í skátanetið. Margar minni fjárfestingar eru skynsamari heldur en fáar stórar eða með öðrum orðum, það er betra að gera langtíma plan. Ef þú ákveður að byggja upp virkni útsendaranna gætu háar fjárfestingar verið hentugar. Viljirðu byggja upp smá saman og sómasamlega, án þess að eyða of miklu, settu þá frá þér smáa upphæð í hverri viku. Athugaðu, ef þú hættir að dæla reglulega fjármagni í tengslanetið, rýrnar virkni þess hratt. Þegar það fellur um eitt stig, tekur það langan tíma að ná fyrri styrk.

Þú getur einungis tekið upp einn nýjan ungling upp í meistaraflokkinn í hverri viku eftir að fjármálauppfærslan á sér stað.

Það kostar þig 2 000 US$ að taka ungling í meistaraflokkinn.

Upplýsingar um 2. flokk má sjá undir "Liðið Mitt" flipanum og þar undir Unglingalið. Þarna ákveður þú einnig hversu miklu þú vilt eyða í 2. flokk í hverri viku og hvar þú finnur leikmann í kerfinu.
 
Server 070