Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Starfsmenn 

Starfsmenn

Sérfræðingarnir eru mikilvægir gagnvart leikmönnunum þínum og félaginu. Ekki verður þá að finna á leikdegi en þeir vinna með leikmönnum á öðrum dögum vikunnar og sinna öðrum störfum fyrir klúbbinn. Þeir vinna undir þjálfaranum og fyrir þig er mikilvægt að þú sjáir til að þú hafir rétta starfsfólkið innan félagsins.

Áhrif sérfræðinga og hæfni

Hvert framlag ráðins starfsmanns er nýttur sem viðbót við núverandi stöðu liðsins. Viðbótin verður alltaf sjáanleg þér. En þar sem staðan er breytileg til að byrja með og eru undir áhrifum frá mismunandi þáttum, er lokaáhrifunum náð með því að ráða starfskraft sem getur reyndar verið erfitt. En það sem þú getur verið viss um, er að þú beinir spjótum þínum rétta leið. Betri starfsmenn hafa náttúrulega meiri áhrif. Þessir bónusar eru beinir - Það þýðir að hver stök hæfni starfsmanns, leggur til jafn mikið og hæfni sem var fyrir. Ef þú ert með nokkra starfsmenn í sömu deild er samanlögð geta þeirra nýtt aðeins einu sinni. Sem sagt, Aðstoðarþjálfari með hæfni 4 er jafn klár og tveir Aðstoðarþjálfarar með hæfni 2. Til að auðvelda hlutina, þá sérðu alltaf gefinn bónus hverst starfsmanns eða hvers sem þú kýst að ráða. Tafla með öllum starfsflokkunum og bónusum er einnig hægt að finna neðst í kafla þessum.

Fjöldi starfsmanna þinna

Þú getur ráðið allt að fjóra starfsmenn. Þú getur ráðið tvo Aðstoðarþjálfara hverju sinni. Fyrir aðra starfsflokka leyfir stjórn félagsins aðeins einn starfsmann.

Ráða og reka

Þegar starfsmaður er ráðinn þarftu að velja samningslengd til allt að 16 vikna. Því lengri sem samningurinn er, því hagstæðari verður hann, vikulega séð. Möguleikinn að rifta samningnum er fyrir hendi ef sú verður þörfin. Þá verður að greiða upp þann sparnað, tvisvar. Svo ákvörðunin getur verið kostnaðarsöm. Starsmanni er ekki hægt að segja upp fyrstu starfsvikuna og síðustu vinnuvikuna. Fyrir utan þetta eru engin takmörk.

Riftun samnings

Þegar samningi er rift, þarftu að greiða af sparnaðinum upp að þeim tíma, tvöfalt. Sem dæmi: 13 vikur eru eftir af Hæfni 3 starssamnings og hann á að rifta á 8. viku. Þá þarf að greiða áttföld vikulaun af 4 800 US$ eða 38 400 US$ samtals. Hinsvegar, hafi samningurinn verið upp á 8 vikur, verður að borga áttfaldan hluta 6 000 US$ eða 48 000 US$. Munurinn er 9 600 US$ og riftunin er 19 200 US$.

Kostnaður / viku

Samningslengd Geta 1 Geta 2 Geta 3 Geta 4 Geta 5
1 vika 2 115 US$ 4 230 US$ 8 460 US$ 16 920 US$ 33 840 US$
2 vikur 2 055 US$ 4 110 US$ 8 220 US$ 16 440 US$ 32 880 US$
3 vikur 1 890 US$ 3 780 US$ 7 560 US$ 15 120 US$ 30 240 US$
4 vikur 1 770 US$ 3 540 US$ 7 080 US$ 14 160 US$ 28 320 US$
5 vikur 1 710 US$ 3 420 US$ 6 840 US$ 13 680 US$ 27 360 US$
6 vikur 1 650 US$ 3 300 US$ 6 600 US$ 13 200 US$ 26 400 US$
7 vikur 1 575 US$ 3 150 US$ 6 300 US$ 12 600 US$ 25 200 US$
8 vikur 1 500 US$ 3 000 US$ 6 000 US$ 12 000 US$ 24 000 US$
9 vikur 1 440 US$ 2 880 US$ 5 760 US$ 11 520 US$ 23 040 US$
10 vikur 1 380 US$ 2 760 US$ 5 520 US$ 11 040 US$ 22 080 US$
11 vikur 1 320 US$ 2 640 US$ 5 280 US$ 10 560 US$ 21 120 US$
12 vikur 1 260 US$ 2 520 US$ 5 040 US$ 10 080 US$ 20 160 US$
13 vikur 1 200 US$ 2 400 US$ 4 800 US$ 9 600 US$ 19 200 US$
14 vikur 1 140 US$ 2 280 US$ 4 560 US$ 9 120 US$ 18 240 US$
15 vikur 1 080 US$ 2 160 US$ 4 320 US$ 8 640 US$ 17 280 US$
16 vikur 1 020 US$ 2 040 US$ 4 080 US$ 8 160 US$ 16 320 US$

Starfsgreinar

Aðstoðarþjálfari

Aukalegur hraði þjálfunar frá aðstoðarþjálfara bætist við núverandi þjálfunaráherslur. Sjáðu til þess að þú hafir góðan aðalþjálfara áður en þú eyðir of miklu í aðstoðarþjálfara. Þegar almennilegur þjálfari hefur verið ráðinn, er ágætis kænska að ráða nokkra vel hæfa aðstoðarþjálfara til að viðhalda góðri þjálfun.

Geta Þjálfunarhraði Meiðslahætta Form
Geta: 0
Enginn bónus 40% Enginn bónus
Geta: 1
+3,5% +2,5% +0,05
Geta: 2
+7% +5% +0,1
Geta: 3
+10,5% +7,5% +0,15
Geta: 4
+14% +10% +0,2
Geta: 5
+17,5% +12,5% +0,25

Áhrif

Þessum bónus er bætt við sem margfaldari ofan á núverandi þjálfunaráherslu sem ræðst af þjálfunarhæfni aðalþjálfarans, völdu þjálfunarálagi og hlutfalli úthaldsþjálfunar. Sem dæmi: Ef þú ert með sterkan þjálfara, 100% þjálfunarálag og 10% úthaldshlutfall, mun eftirfarandi þjálfunarhraði fyrir 22 ára framúrskarandi miðjumaður vera:

Enginn aðstoðarþjálfari: 8 vikur í næsta þrep.
Þjálfari að hæfni 5: 7 vikur að næsta þrepi.
Þjálfarar með samtals 10 í hæfni: 6 vikur í næsta þrep.

Þú getur ráðið einn eða tvo Aðstoðarþjálfara. Ef þú ert með nokkra Aðstoðarþjálfara, myndar samanlögð hæfni þeirra einn einstakan bónus. Þetta þýðir að Aðstoðarþjálfari með hæfni 4 afkastar jafn miklu og tveir Aðstoðarþjálfarar með hæfni 2 myndu gera.

Með áhrifunum af þjálfun, hafa Aðstoðarþjálfarar einnig tvær hliðverkanir, Formið eykst en meiðslahættan er meiri.

Meiðslahætta reiknast sem meðaltal af fjölda meiðsla í leik, ekki á leikmann, heldur á lið. Grunnurinn er 0.4 meiðsli á leik fyrir liðið þitt. Með Læknishæfni 5 er hægt að minnka meiðslahættuna niður í 0.025. Aðstoðarþjálfarar auka hættuna um 0.025 á hverja hæfni. Þetta þýðir að Aðstoðarþjálfari með hæfni 5, eykur hættuna upp í 0.525 á leik (0.15 með hæfni 5 Lækni) og tveir Aðstoðarþjálfarar með hæfni 5 auka hættuna í 0.65 á leik sem er 0.275 per hæfni hjá lækni 5.

Eins og áður var minnst á, auka Aðstoðarþjálfarar bakgrunnsform leikmanna. Ef þú hefur samtals 10 í hæfni af Aðstoðarþjálfurum, mun bakgrunnsform hækka um 0,5 hæfni. Með öðrum orðum, tveir aðstoðarþjálfarar með hæfni 5 afkasta helmingnum af því sem Formþjálfari með hæfni 5 gerir.

Til baka í flokka

Læknir

Læknar eru ábyrgir fyrir líkamsástandi leikmanna. Það þýðir að þeir vinna bæði að fyrra bragði til að koma í veg fyrir meiðsli og að endurhæfingu þeirra sem meiðast. Að vera með Lækni í liðinu minnkar líkurnar á meðslum sem og batahorfur aukast meðal meiddra leikmanna.

Geta Batahorfur Meiðslahætta
Geta: 0
Enginn bónus 40%
Geta: 1
+20% -7,5%
Geta: 2
+40% -15%
Geta: 3
+60% -22,5%
Geta: 4
+80% -30%
Geta: 5
+100% -37,5%

Áhrif

Í hvert seinn er liðið spilar leik er ákveðin hætta á meiðslum fyrir hvern leikmann. Læknir á meðal starfsmanna minnkar áhættuna. Læknir með hæfni 5 minnkar hættuna um 0,4 meiðsli á leik niður í 0,025 meiðsli á leik. Hafið samt í huga að ráðning Aðstoðarþjálfara getur aukið hættuna að nýju.

Meiðist leikmaður, hjálpar Læknir honum að ná bata. Í Hattrick sést áætlaður tími bata í vikum. Í daglegri uppfærslu batnar leikmanninum örlítið upp í 90% heilsu þegar hann er orðinn leikfær en hann er enn með plástur. Svo að lokum nær hann 100% heilsufari og sýnir engin merki um meiðsli.

Grafið sýnir hver hratt leikmaður nær sér að fullu af meiðslum, samanber hvort liðið sé með Lækni eða ekki. Án Læknis er 19 ára leikmaður 3 vikur að ná sér. Með Lækni á hæfni 2 mun það taka hann um 2 vikur að jafna sig. Læknir með hæfni 5 er eina og hálfa viku að lækna hann.

29 ára leikmann með sömu meiðsli tæki 6 vikur að jafna sig án læknis. Læknir með 1. hæfni væri fimm vikur að lækna hann á meðan Læknir með 5. hæfnina væri innan við þrjár vikur með hann.

Til baka í flokka

Íþróttasálfræðingur

Andlegi þátturinn er næstum því jafn mikilvægur og sá líkamlegi. Að ráða Íþróttasálfræðing getur hjálpað til við að skapa sigurvilja innan liðsins. Þessi starfsmaður hjálpar þér að viðhalda sjálfstrausti liðsins sem og að næra liðsandann í öllu liðinu.

Geta Liðsandi Sjálfstraust
Geta: 0
Enginn bónus Enginn bónus
Geta: 1
+0,1 +0,2
Geta: 2
+0,2 +0,4
Geta: 3
+0,3 +0,6
Geta: 4
+0,4 +0,8
Geta: 5
+0,5 +1

Áhrif

Liðsandinn er drifinn af áherslunni sem lögð er í undanfarna leiki. Að leik loknum rís liðsandinn eða dvínar, allt eftir áherslunni sem sett var á leikinn. En í hverri daglegri uppfærslu stígur liðsandinn hægt í áttina að því sem á að vera eðlilegt. Ef andinn sé hár og allir ánægðir, sígur hann aðeins og ef hann er lár, hækkar hann aðeins. Íþróttasálfræðingur getur hraðað liðsandanum í þá átt sem hann færist eðlilega. Út frá því þýðir það að hærri liðsandi fellur hægar og lægri liðsandi rís hraðar. Bónusinn sem fæst er tíundi hluti af einni hæfni starfsmanns. Það þýðir að Íþróttasálfræðingur með 5. hæfni reysir liðsandann sem nemur um hálft stig liðsandans.

Sjálfstrausti liðsins er líka aukið af Íþróttasálfræðingnum. Sjálfstraust er einkum drifið af úrslitum liðsins og hve mörg mörk það hefur skorað. En Íþróttasálfræðingurinn bætir smá bónus á það líka. Þessi bónus jafngildir einni fullri hæfni af sjálfstrausti á einn Íþróttasálfræðing með 5. hæfni eða einum fimmta af sjálfstrausti á hæfni þess sem ráðinn er.

Til baka í flokka

Formþjálfari

Framistaða leikmans veltur ekki eingöngu á hæfni, getu og úthaldi, Leikmenn eiga það til að detta úr formi og mörg atriði geta komið þar að, eins og til dæmi andlegi þátturinn.

Formþjálfarinn er sérfræðingur í að ná fram því mesta úr leikmönnunum sem þú hefur. Hann heldur liðinu þéttu sem heild. Að ráða Formþjálfara bjargar ekki neinu á skjótan máta og heldur eru áhrifin ekki varanleg, en fyrir sum lið og í sumum aðstæðum getur það verið góð lausn.

Geta Form
Geta: 0
Enginn bónus
Geta: 1
+0,2
Geta: 2
+0,4
Geta: 3
+0,6
Geta: 4
+0,8
Geta: 5
+1

Áhrif

Form leikmanns mælist af hve nálægt hann er að standa sig í sinni bestu getu. Vægið sem þú sérð á leikmanninum er núverandi form og það er notað af leikjavélinni. Hinsvegar er formið alltaf í stefnu og vægið sem formið stefnir í er kallað bakgrunnsform. Með því að nota Formþjálfara færðu bónus á uppfærslu bakgrunnsforms. Þegar bakgrunnsformið er endurreiknað, sem gerist að jafnaði aðra hverja viku, mun hvert hæfnistig Formþjálfarans ýta upp bakgrunnsforminu um 0,2 hæfni. Þetta þýðir að Formþjálfari með 5. hæfni mun ýta upp heilu bakgrunnsformsstigi hjá leikmanni þegar uppfærslan fer fram. Athugið að bakgrunnsform getur enn hrunið en að meðalformið verður hærra.

Til baka í flokka

Fjármálastjóri

Fjármálastjórinn eykur fjárhaglegan sveigjanleika stjórans. Eitthvað sem er AÐEINS gagnlegt fyrir stjóra ríkra klúbba.

(Ef þú ert nýr notandi hefur þú enga þörf fyrir fjármálastjóra.)

Vanalega setur Stjórnin takmörk á lausafé til stjórans til að eyða í laun, leikmannakaup eða framkvæmdir. Aðrar eigur utan þetta fjármagn tekur Stjórnin til að tryggja stöðugleika klúbbsins í framtíðinni. Ef þörf krefur, mun stjórnin losa pening af reikningum og setja í lausafé en aðeins í mælanlegu magni. Tekjuafgang verður skipt í varasjóð upp á 2% af hagnaði hverrar viku.

Með því að ráða Fjármálastjóra mun Stjórnin leyfa hærri veltufé og öflugri endurgreiðslu af hagnaði. Í staðinn fær stjórinn að fjárfesta af meiri frelsi en Stjórnin hefði eðlilega leyft. Fjármálastjóri gæti verið nauðsynlegur liði sem hefur safnað fé í nokkur tímabil þangað til það gerir atlögu að titlum.

Geta Hámarks Fjárhæð Endurgreiðsla/vika
Geta: 0
15 000 000 US$ 50 000 US$
Geta: 1
17 000 000 US$ 100 000 US$
Geta: 2
19 000 000 US$ 200 000 US$
Geta: 3
21 000 000 US$ 300 000 US$
Geta: 4
23 000 000 US$ 400 000 US$
Geta: 5
25 000 000 US$ 500 000 US$

Dæmi: Knattspyrnufélagið Jöfur hefur safnað 40 000 000 US$ í fé. Án Fjármálastjóra gefur Stjórnin stjóranum aðgang að aðeins 15 000 000 US$. Eyði stjórinn 2 000 000 US$ og afgangurinn er 13 000 000 US$, færir Stjórnin stjóranum aftur fé en aðeins í lágum mæli, 50 000 US$á viku.

Nú ræður Knattspyrnufélagið Jöfur til sín Fjármálastjóra með hæfni 3. Stjórnin verður sannfærð um að skynsamlega verði farið með féð. Veltuféð er því hækkað upp í 21 000 000 US$ og vikuleg endurgreiðsla er hækkuð upp í 300 000 US$ og Stjórnin millifærir af varasjóðnum. Svo fremi sem staðan helst undir 21 000 000 US$, bætast við auka 300 000 US$ frá stjórninni á hverri viku. Fari féð yfir 21 000 000 US$, til dæmis við leikmannasölur, flæðir 2% af tekjuafgangi þess í stað inn á varareikninginn á hverri viku.

Til baka í flokka

Taktískur aðstoðarmaður

Taktískur aðstoðarmaður bætir sveigjanleika liðsins með fleiri teknískum hreifingum og víðari uppstillingu. Áhrif taktísks aðstoðarmanns sjást aðallega á stuttum kafla, þar sem hann hefur eingöngu áhrif á næsta leik. Sjáðu til þess að þú ráðir hann bara þegar þú þarft á honum að halda.

Geta Auka skiptingar/skipanir Sveigjanleiki leikstíls
Geta: 0
Enginn bónus Enginn bónus
Geta: 1
+1 +20pp
Geta: 2
+2 +40pp
Geta: 3
+3 +60pp
Geta: 4
+4 +80pp
Geta: 5
+5 +100pp

Áhrif

Í staðinn fyrir fimm innanvallarbreytingar, eins og innáskiptingar, tilfærslur og stöðuskiptingar, geturðu bætt einni skipun við eftir hæfni taktíska aðstoðarþjálfarans. Það verður sem sagt hægt að vera með að hámarki tíu breytingara. Hafið í huga að þrjár innáskiptingar í leik er enn hámarkið.

Leikáherslan skalar frá 100% varnarleik (lið með varnarsinnaðan þjálfara) og 100% sóknarbolta (lið með sóknarsinnaðan þjálfara). Hlutlaus er svo miðjubolti. Þú verður að stilla þetta fyrir hvern leik í uppstillingarformatinu þar sem þú færð 20pp (prósentupunkta) sveigjanleika á hverja hæfni taktíska aðstoðarþjálfarans frá þjálfaratýpunni.

Til dæmis: Ef þú ert með varnarsinnaðan þjálfara og taktískan aðstoðarmann að hæfni 5, er liðið með möguleika á að spila 100% varnarleik til miðlungsbolta (hlutlausan). Ef þú ert hvorki með sóknar eða varnarþjálfara með hæfni 5 taktísks aðstoðarmanns, getur liðið þitt spilað frá hálfum varnarleik að hálfum sóknarleik.

Taktískur aðstoðarmaður verður að vera á launaskrá þegar leikurinn fer fram. Hafirðu sett leikskipanir með taktískum og svo rekið hann eða samningurinn runnið út, fer leikurinn fram án þeirra aukaskipana sem honum fylgdi.

 
 
Server 081