Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Húsreglur

Leikjastjórnendur (GM)

Í Hattrick eru margir Leikjastjórnendur (GM). Þetta er lítill hópur af sérstaklega hæfum og skynsömum notendum sem hafa verið útnefndir til þess að láta leikinn virka, koma í veg fyrir svindl og hjálpa notendum sem eru í erfiðleikum með liðin sín. Leikjastjórnendurnir gefa kost á sér vegna þess að þeim finnst gaman að hjálpa öðrum og fá ekkert borgað fyrir vinnu sína.

Stundum verða Leikjastjórnendur að taka ákvarðanir, banna notendur sem eru að svindla eða brjóta reglur leiksins. Ef þetta gerist fyrir þig og þú telur þig saklausan, áttu rétt á því að reyna útskýra af hverju þú heldur að þú sért saklaus. Hinsvegar (og þetta er mikilvægt) þá gilda sömu reglur og á fótboltavellinum.

Þú getur beðið um skýringar hvers vegna þú fékkst refsinguna, en það er ekki skylda Leikjastjórnendanna að leggja fram allar sannanir fyrir því hvers vegna þeir tóku þessar ákvarðanir. Ef þeir eru alltaf að segja til um hvernig þeir finna svindlara, þá verður erfitt fyrir þá að finna svindlara í framtíðinni. Leikjastjórnendur eru ekki skyldugir til þess að sanna svindl. Hinsvegar er þeim skylt að reka þá notendur sem þeir eru sannfærðir um að séu að svindla.

Leikjastjórnendur hafa heimild til að gefa út mismunandi tegundir refsinga, allt frá leikjasektum úr peningasjóði þíns félags, til algjörar brottvísunar úr leiknum.

Ákvarðanir Leikjastjórnenda er hægt að áfrýja til Æðri Leikjastjórnenda (Senior GM) sem taka lokaákvörðun. Athugið að refsingar geta þyngst eða orðið vægari þegar lokaniðurstaða hefur verið fengin.

Við í Hattrick teyminu styðjum okkar embættismenn. Leikjastjórnendur ræða við okkur reglulega um hvernig hægt er að uppræta svindl, en við tölum aldrei um sérstök mál. Fólkið sem er valið til embættisstarfa er fólk sem við treystum fullkomlega.

Til að ná sambandi við Leikjastjórnendur notið hafa samband síðuna okkar. Vinsamlegast notið ekki innbygða HT póstinn til að hafa samband við embættismenn vegna leikjatengdra vandamála. Innbyggða HT póstkerfið er ætlað fyrir þá sem stjóra síns eigin liðs, en ekki fyrir hlutverk þeirra sem embættismenn. Þar að auki eru öll samtöl milli embættismanna og notenda flokkuð sem einkaskilaboð og á að fara með þau sem slík á milli þín og starfsmannsins.

 
Server 071