Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Húsreglur »   Kynning 

Húsreglur

Hattrick er algerlega ókeypis. Við viljum bara að þú fylgir einföldu húsreglunum okkar. Ef þú heldur að einhver sé að brjóta reglurnar, hafðu þá samband við Leikjastjórnendur (GM).

Hattrickteymið er alltaf að reyna að bæta leikinn. Ýmsum smábreytingum geta verið bætt við hvenær sem er, en stærri breytingar eru venjulega settar í gang milli tímabila. Þar sem Hattrick er leikur með engann endapunkt þannig séð og þarf stundum að lagfæra suma hluti af hönnuðum (t.d. svo einhver ákveðin lið verði ekki algerlega ósigrandi). Í stuttu máli sagt þá hafa hönnuðir umsjón með leiknum og stundum að halda utan um ákveðið skipulag. Við reynum að gera þetta á sanngjarnan máta og eins liðlega eins og kostur er, þá helst með því að láta vita fyrirfram svo hægt sé að aðlagast betur. Hinsvegar þarf stundum að bara að gera breytinar.

Almennt séð eru netþjónum haldið opnum með frávikum til aðgerða, truflunum eða uppfærslna. Við reynum alltaf að gefa út viðvaranir vegna fyrirfram lokunum, en stundum koma upp atvik þar sem það er ekki hægt og verður það þá lagað eins hratt og auðið er.

Stundum gerast óundirbúnir hlutir eins og villur. Ef þú telur þig taka eftir einhverju sem þér finnst skrítið, hafðu þá samband við þinn GM og hann mun skoða málið. Þegar við erum að prufukeyra reynum við að hafa það eins sanngjarnt eins og við getum en útaf hagnýttum aðstæðum er ekki alltaf hægt að spila leiki aftur. Ósanngjarnar ákvarðanir af dómara, skrítnar aðstæður á vellinum og óheppni eru eftir allt partur af leiknum.

 
 
Server 080