Kynning
Í Hattrick hefur hvert land landslið og U21 lið, sem stjórnuð eru af völdum landsliðsþjálfara.
Landsliðsþjálfarinn er kosinn af notendum landsins í kosningum. Landsliðsþjálfurum er ætlað að uppfylla starfsskyldur yfir tvö tímabil. Nýjar kosningar verða aðeins haldnar ef þjálfarar eru aftraðir frá því að uppfylla skyldur sínar af ýmsum ástæðum með ákvörðun frá Landsliðastjórnendum.
Kosningar eiga að vera réttlátar. Til að tryggja réttlæti munu Stjórnendur Landsliða ekki hika við að dæma úr leik þá kandídata sem stýra málum þannig að þeir nái óréttlætu forskoti á kollega sína í kosningum. Frekar upplýsingar um kosningar má finna í reglubókinni.
Þessar reglur eru viðauki við almennar Hattrick reglur. Nema segi þær eitthvað öðruvísi, taka almennu reglurnar gildi (td. hvernig leikir virka).
Þú getur ekki verið þjálfari tveggja landsliða eða tveggja U21 liða á sama tíma. Ástæðan fyrir því er að koma í veg fyrir að þú hafir leik milli tveggja liða sem þú stjórnar, sem er ósættanlegt. Þetta þýðir einnig að HFA mun ekki leyfa þér að taka þátt í kosningum í meira en einu landi meðan kosningu fer fram – þetta á einnig við að bjóða sig fram í einu landi, hætta við þar og bjóða sig fram í öðru landi. Þetta getur komið í veg fyrir að þú getur tekið þátt í kosningunum.
Viðbótarreglur og mikilvægar upplýsingar eru birtar á spjalli landsliðsþjálfara, sem er aðeins aðgengilegt fyrir landsliðsþjálfara. Allar reglur eru aðgengilegar þegar þú skráir þig á spjallið.
|