Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Vináttuleikir

Landsliðsvináttuleikir geta verið spilaðir á hverjum föstudegi klukkan 20.00 (HT-tíma) af landsliðum sem ekki eiga leiki í Heimsmeistarakeppninni á þeim tíma. Þessir leikir eru nokkuð samsvarandi vináttuleikjum sem félagslið spila í miðri viku.

Til að geta skipulagt vináttuleik, verður landsliðsþjálfarinn annað hvort að skora á annað landslið eða samþykkja áskorun á svipaðan hátt þjálfari félagsliðs gerir. Ferlið er hinsvegar aðeins öðruvísi, þar sem kerfið lætur ekki landsliðsþjálfara vita af áskorun. Landsliðsþjálfarar verða því að senda skilaboð eða tölvupóst til hvors annars til að skipuleggja vináttuleiki. Til að samþykkja áskorun, þarf landsliðsþjálfarinn að fara á síðu hjá hinu landsliðinu og samþykkja vináttuleikinn þar.

Áskorandinn getur valið völlinn þar sem vináttuleikurinn verður spilaður á. Hvaða völlur sem er getur verið valinn, jafnframt hlutlaus völlur. Það eru engin gjöld borguð fyrir lánaðann völl.

 
Server 071