Hjálp »   Handbók »   Kaup & Sölur 

Dæmi um sjálfkrafa boð

Tvenn sjálfkrafa boð gegn hvorum öðrum

Þegar tvenn sjálfkrafa boð bjóða gegn hvoru öðru, mun liðið sem býður seinna, fyrst hækka gildandi boð með lágmarksupphæð. Svo mun kerfið bera saman boðin og bjóða strax ákveðna upphæð.

Dæmi: Lið A býður hámarksboð upp á 50 000€, og tekur þátt með hæsta boði sínu upp á 20 000€. Þá kemur lið B með boð upp á 40 000€. Þá mun tilboðssagan líta svona út:

Lið A - 20 000€
Lið B - 21 000€
Lið A - 41 000€

Eins og þú sérð, þá kannar kerfið boðin tvö og sleppir boðshlutanum þar til Lið A hækkar hámarksboð Liðs B (40 000€) að lágmarks upphæð.


Ef það gerist að tvö lið bjóði sama hámarksverð

Ef það gerist að tvö lið bjóði sama hámarksverð, þá er grundvallarreglan sú að sá er fyrsta boð á, heldur boðinu. Ef við notum dæmið að ofan með breytingunni að Lið B bjóði einnig 50.000€ að hámarki, mun það líta svona út:

Lið A - 20 000€
Lið B - 21 000€
Lið A - 50 000€

Kerfið kannar boðin tvö og sleppir að bjóða að hámarki. Og þar sem hámarkið er sama hjá báðum liðum, mun sá er fyrri var að bjóða, halda boðinu.


Ef venjulegt boð er sett á sömu upphæð sem virkt hámarksboð

Leggi einhver boð á sömu upphæð sem virkt hámarksboð, mun fyrsta boðið haldast. Kerfið lætur bjóðanda þegar vita (Lið B) að boði hans hafi ekki verið tekið og Lið A hækkar sitt eigið boð. Svona lítur tilboðssagan út

Lið A – 20 000€
Lið B – 50.000€


Ef ske kynni að einhver slái inn boð sem væri lægri en gildandi hámarksboð, en það hámarksboð væri samt ekki nógu hátt til að reysa boðið um 2%

Enn og aftur, þá er grundvallarreglan sú að sá er býður fyrst, hefur boðið. Notum dæmið að ofan en segjum svo að Lið B sé með boð uppá 49 500€ í staðin. Það er boð sem Lið A getur ekki boðið hærra þar sem hámarksboð þess er 50 000€. En þar sem Lið A bauð fyrst, tekur það yfir boð Lið B og Lið B verður strax látið vita að boð þess var ekki nógu hátt.

Lið A – 20 000€
Lið B – 49 500€


Fara til baka >>
 
Server 071